Gripla - 01.01.1984, Page 191
FORNKVÆÐASP JALL
187
III
SVÖR VÉSTEINS ÓLASONAR
Ég er þakklátur ritstjóra Griplu fyrir að hafa gefið mér kost á að birta
svör við ræðum andmælenda við doktorsvörn mína. Vörn mín var
vitanlega mælt af munni fram og er eitthvað af inntaki hennar og orða-
lagi horfið mér úr minni nú, meira en ári seinna, þótt sjónarmið séu hin
sömu. Það sem fylgir hér á eftir er því ýmist það sem ég sagði eða vildi
sagt hafa.
SVAR VIÐ RÆÐU 1. ANDMÆLANDA
Athugasemdum 1. andmælanda, Jóns Samsonarsonar, sýnist mér eðli-
legt að skipta í þrjá flokka: í fyrsta lagi eru viðbætur við þær upplýs-
ingar sem er að finna í bók minni; í öðru lagi er bent á ýmsar villur eða
ónákvæmni; og í þriðja lagi er gagnrýni á rökfærslur mínar og efa-
semdir um niðurstöður. Ég mun fjalla um efnisatriði í þessari röð.
1) Andmælandi bendir á líkleg áhrif frá bragarháttum fornkvæða1 í
annars konar kveðskap íslenskum. Athugun hans á þessu efni er mjög
fróðleg og hefur sjálfstætt gildi, en mér er ekki fullljóst hvort hann telur
að ég hefði átt að gera þessu efni skil í riti mínu. Varla hefði verið
svigrúm fyrir það í inngangskafla, þar sem honum var ekki ætlað annað
hlutverk en að búa lesanda undir það sem á eftir færi. Hins vegar hefði
það vitaskuld átt vel heima í III. kafla, þar sem stuttlega er vikið að
áhrifum sagnadansa á íslenskar bókmenntir og raunar lítið gert úr þeim.
Um samband fornkvæða, dansleikja og vikivakakvæða hefur and-
mælandi ýmsar viðbótarathugasemdir fram að færa, en þar sem mér
virðist að okkur greini þar í rauninni sáralítið á, tek ég það ekki til
frekari umræðu hér. Hann bendir einnig á fleiri heimildir en ég hef
vísað til um hugmyndir manna um upphaf rímnaháttanna. Þessar til-
vísanir hefðu gjarnan mátt vera með í bók minni, en fyrir mér var það
meginatriði að gera grein fyrir helstu rökum, sem fram hafa komið fyrir
mismunandi hugmyndum um uppruna rímnahátta, fremur en að tíma-
setja þær.
Þá hefur andmælandi ýmsu við að bæta upplýsingar mínar um
1 Ég hef yfirleitt notað orðið sagnadans, þar sem ég hef skrifað um þessi kvæði
á íslensku, en til samræmis við ræðu 1. andmælanda nota ég hér hið gamla og
góða orð fornkvœði.