Gripla - 01.01.1984, Page 192
188
GRIPLA
notkun orðsins fornkvceði, og er ég að sjálfsögðu þakklátur fyrir þær,
enda styrkja þær fremur en veikja niðurstöðu mína um merkingu orðs-
ins, eins og andmælandi bendir á.
2) Því miður hefur mér ekki tekist að sneiða hjá ónákvæmri fram-
setningu á ýmsum stöðum og beinar villur hafa slæðst inn. Ég vík hér
aðsins að fáeinum atriðum.
Mér var það vitaskuld vel ljóst, sem Jón Helgason hefur gert grein
fyrir, að kvæðabók Gissurar Sveinssonar, AM 147 8vo, er eftirrit eftir
eldra kvæðahandriti Gissurar og að þetta forrit, sem Jón Helgason
nefnir X, hefði vel getað verið einhverjum árum eldra en G. Þó er
einnig hugsanlegt að Gissur hafi tekið til við að skrifa G um leið og
hann var búinn að skrifa X og hafi báðar bækurnar verið skrifaðar á
sama ári. Að þessu er tilgangslaust að leiða getum og fannst mér eðli-
legt að miða við ártal hins varðveitta handrits þar sem ekki verður
sannað að X hafi verið eldra sem neinu nemur. Vissulega hefði verið
nákvæmara að hafa fyrirvara um þetta í meginmáli, jafnvel þótt neðan-
máls sé vísað til þess sem Jón Helgason hefur um þetta ritað.
Þar sem ég minnist á aldur Óláfs vísna hefur á einum stað (bls. 293)
komist inn sú leiðinlega villa að í staðinn fyrir “seventeenth century”,
sem átti að standa, kemur “sixteenth ..Annars staðar er sagt að
uppskriftin hafi verið gerð á fyrri hluta seytjándu aldar (bls. 16 og 293).
Þar hef ég tekið mið af því sem Jón Helgason segir í ÍF IV, bls. xv:
“Ábóta vísur má have været skrevet efter Óláfs vísur. Skriften pá Ábóta
vísur . . . má vel snarest henfpres til 17. árhs. fprste halvdel.” Þótt
ályktun Jóns sé ekki afdráttarlaus fannst mér eðlilegt að fara eftir
henni. Hitt má kalla ónákvæmni að tala urn “early 17th century”, eins
og ég geri á bls. 371.
Ég hef tekið fulldjúpt í árinni þar sem ég segi að fornkvæði hafi
verið sérstæð í íslenskum kveðskap vegna stuðlaleysis. Þar hefði ég átt
að minnast á þulur og skyldan skáldskap, eins og andmælandi bendir á.
Full ástæða er til að gefa gaum að tengslum slíks kveðskapar og forn-
kvæða, því að sumt af honum hefur borist erlendis frá og þá líklega
einmitt úr sömu átt og ég tel að mörg fornkvæði hafi komið, þeas. frá
Noregi.
Mér virðist andmælandi misskilja orð mín þegar hann segir að ég
telji að Finnur Jónsson “haldi því fram að menningarsamskipti við
vesturnorrænar þjóðir . . . rofni um 1400” (bls. 159). Er sjálfsagt óná-
kvæmni í framsetningu um að kenna. í bók minni stendur: “can we date