Gripla - 01.01.1984, Page 194
190
GRIPLA
við könnun einstakra kvæða, ég nefni td. ÍF 34, en þetta er þó svo óvíst
að það hefði vissulega mátt kyrrt liggja.
Það gleður mig að mér virðist 1. andmælandi sammála þeirri niður-
stöðu minni að ekki sé þörf á að gera ráð fyrir tilvist fornkvæða til að
skýra uppruna rímna. Hitt get ég vitaskuld ekki láð honum þótt hann
samþykki ekki fyrirvaralaust vangaveltur mínar um hugsanleg kynni
manna í Björgvin af miðenskum rímuðum kvæðum, sem jafnvel kunni
að hafa staðið nær rímum að formi en þau kvæði sem nú eru varðveitt.
Mér er fullljóst að í þekkingu okkar á þessu tímaskeiði eru eyður sem
aldrei verða fylltar með vissu. Hitt er staðreynd að rímur voru nýjung
í íslenskum bókmenntum, nýjung sem óhjákvæmilegt er að skýra með
erlendum áhrifum. Ég hygg að aldrei verði hægt að færa óyggjandi rök
að því hvernig þessum áhrifum hafi verið háttað, hvaðan þau hafi
borist og eftir hvaða leiðum. Þegar þannig stendur á er auðvitað hægt
að neita sér um allar tilgátur, enda er þá minnst hætta á að maður verði
uppvís að því að fara með fleipur. Samt er freistandi að varpa fram
skýringartilgátum og reyna að styðja þær líkum. Mér finnst sjálfum að
mér hafi tekist að styðja það býsna traustum líkum að einn helsti
áhrifavaldur við myndun rímna hafi verið miðensk, og etv. einnig þýsk
riddarakvæði rímuð. Nokkru óvissari er sú tilgáta mín að þessi áhrif
hafi borist um Björgvin með farandsöngvurum og vissulega mjög óvíst
að slíkir menn hafi farið þar með ensk kvæði sem voru líkari rímum en
varðveitt kvæði. Aðrir hlutar tilgátunnar standa ekki eða falla með
þessum lið hennar, en mér fannst freistandi að benda á þær líkur sem
ég þóttist sjá, þótt ég vissi að það mundi sæta efasemdum.
A nokkrum athugasemdum, sem 1. andmælandi gerir við fjórða kafla
bókar minnar, má sjá að honum þykir ég hafa verið nokkuð djarfur í
ályktunum um aldur einstakra kvæða. Einkum virðist mér honum finn-
ast að það sé óþarfi af mér að gera yfirleitt ráð fyrir að kvæði, sem ég
tel vera komin hingað frá Danmörku, hafi ekki borist fyrr en eftir siða-
skipti. Ég er fús til að viðurkenna að vel geti verið að einhver þessara
kvæða hafi borist til íslands fyrr en ég hef áætlað. í tilraunum mínum
til að áætla komutíma kvæðanna hingað hafði ég þá meginreglu að
miða fremur við síðara aldursmark en fyrra. Eins og efnið er vaxið tel
ég hæpið að ætla kvæðunum lengra líf á landi hér en brýnasta nauðsyn
krefur, þótt ég neiti því ekki að þau geti verið eldri. Mér virðast menn-
ingarsöguleg rök, sem ég fjalla allrækilega um, leiða til þeirrar niður-
stöðu að mestur hluti þeirra kvæða, sem bárust hingað frá Noregi, hafi