Gripla - 01.01.1984, Side 196
192
GRIPLA
í stuttu máli telur andmælandi minn að þeir, sem fást við fornkvæða-
rannsóknir á Norðurlöndum, sitji fastir í rómantískum hugmyndum
nítjándualdarmanna um háan aldur þessa kveðskapar. Þessar hug-
myndir, sem séu ósannaðar, ósannanlegar og ósennilegar, hafi menn
gleypt hráar og setji því saman staðleysur um forsögu kvæðanna í stað
þess að snúa sér að nærtækara viðfangsefni: kvæðunum eins og þau
liggja fyrir í handritum. 2. andmælandi virðist telja sjálfan sig harla
einmana í glímu við áþreifanlegri hluti, eins og þessi málsgrein sýnir:
Min eneste splle folkeviseviden, der ikke er en hægte værd, drejer
sig om nogle konkrete og höjst reele forhold omkring disse visers
ældste overlevering, dvs. efter ár 1550, men det har alle dage været
typisk for folkeviseforskningen, at den viden har man slet ikke
brudt sig om, og derfor har man, da den var generende besværlig,
foretrukket lige præcis árhundrederne j0r 1550, for sá har man jo
ganske og aldeles frit spillerom. Intet kan forstyrre ens cirkler.
(Bls. 168)
Hér er gamalkunn pósitívísk vísindaskilgreining ljóslifandi: annars
vegar erum ‘við’ (í þessu tilfelli ‘ég’), sem fáumst við staðreyndir, hins
vegar ‘hinir’, sem skálda upp einskisverðar kenningar um það sem
ekkert er hægt að vita um. Við þetta er tvennt að athuga: í fyrsta lagi
er það rangt að ég og aðrir, sem um þessar mundir reyna að setja fram
kenningar um sögu og ferli fornkvæða á Norðurlöndum fyrir 1550,
tyggjum upp gagnrýnislaust kenningar fyrri manna og höfum ekki
fræðilegar viðmiðanir til að meta eigin kenningar. I öðru lagi fer því
fjarri að sá hinn sami hópur manna hafi vikið sér undan því að kanna
hinn áþreifanlega efnivið. Fyrir utan útgáfur eins og Danmarks gamle
jolkeviser, I-XII (þar sem með öðru efni í XII. bindi er að finna ágæta
rannsókn andmælanda á gömlum dönskum kvæðahandritum), 1500-
och 1600-talens visböcker, I—III, og margnefnda útgáfu Jóns Helga-
sonar á íslenskum fornkvæðum í átta bindum, nefni ég aðeins 900 blað-
síðna rit Bengt R. Jonsson, Svensk balladtradition I. Balladkallor och
balladtyper, þar sem er að finna afar rækilega rannsókn á heimildum
og heimildarmönnum sænskra fornkvæða. Annars sé ég ekki ástæðu til
að halda hér uppi frekari vörnum fyrir aðra fræðimenn, en mér virðist
andmælandi minn gera sér leikinn harla auðveldan með því að skera
allar fornkvæðarannsóknir á Norðurlöndum niður við eitt trog. Sjálfur
hef ég reynt að beita gagnrýni við verk fyrri fræðimanna, og eins og
i