Gripla - 01.01.1984, Page 197
FORN KVÆÐAS P J ALL
193
víða má sjá í riti mínu, hafna ég beinlínis sumu, sem þeir halda fram,
og geng þegjandi fram hjá öðru. Eftir sem áður hlýt ég að telja margt
nýtilegt í niðurstöðum þeirra um forsögu fornkvæðanna. Það sem
tengir kvæðagreinina í heild við miðaldir er miklu fleira en svo að
hægt sé að hafna öllum kenningum sem miðast við að skýra samband
hinna varðveittu kvæða í ljósi tilrauna til að endurgera forsögu kvæða-
greinarinnar fyrir tíma elstu heillegra uppskrifta.
Meginágreiningur milli mín og andmælanda míns er um það hvort
leyfilegt sé að gera ráð fyrir að þjóðkvæði af því tagi, sem hér er um
að ræða, geti verið til muna eldri í einhverju landi en elstu skráðar
heimildir. Svo að segja allir fræðimenn á Norðurlöndum sem við þessi
fræði hafa fengist, að undanskildum 2. andmælanda, hafa, að því er ég
best veit, verið sammála um að fornkvæði hafi verið kveðin á Norður-
löndum síðan einhvern tíma á miðöldum. Svíarnir Karl-Ivar Hildeman
og Bengt R. Jonsson, sem hvor í sínu lagi hafa tekið heimildirnar til
gagnrýninnar endurskoðunar, telja óhjákvæmilegt að gera ráð fyrir
þeim á þessu svæði ekki síðar en á seinni hluta 13. aldar.2 En fjöldi
fræðimanna og nöfn þeirra sem styðja ákveðna skoðun er vissulega
engin sönnun fyrir réttmæti hennar, heldur rökin sem fyrir henni hafa
verið færð. Að mestu leyti verð ég að vísa til annarra, enda er þetta
margrætt mál, en nokkur atriði er óhjákvæmilegt að benda á.
Þótt heil kvæði hafi ekki verið skrifuð upp fyrr en á 16. öld hafa
einstakar vísur eða viðkvæði úr fornkvæðum verið skrásett fyrr. Elsta
dæmið er frá því um 1425 (sjá bók mína bls. 83-84), og hlýtur kvæðið
sem það er úr að vera nokkru eldra, þótt það sé ekki til í heild í eldra
hdr. en frá því um 1700. Mér virðist því hægt að finna áþreifanlegan
vitnisburð (og ég er sammála andmælanda um að trúa best því sem
hægt er að þreifa á) fyrir því að fornkvæði hafi verið til á Norðurlönd-
um ekki síðar en um 1400, og það meira að segja amk. eitt kvæði sem
enn er til.
Þótt menn séu nú tregir að trúa því að kvæði um sagnfræðilegar
persónur séu að jafnaði svo gömul sem Svend Grundtvig gerði ráð fyrir,
og sum þess háttar kvæði séu sjálfsagt ávöxtur af sagnfræðiáhuga
manna á 16. öld, er erfitt að komast hjá því að álykta að ýmis kvæði,
2 Karl-Ivar Hildeman hefur sett skoðanir sínar fram í Ny illustrerad svensk
litteraturhistoria, I, bls. 245-248 og í Medeltid pa vers, bls. 153 o. áfr. Bengt R.
Jonsson ræðir rökin fyrir aldri kvæðagreinarinnar m. a. í The European Medieval
Ballad (útg. O. Holzapfel ofl.), bls. 9-15.
Gripla VI — 13