Gripla - 01.01.1984, Síða 202
198
GRIPLA
mínu og skal ekki endurtaka það hér. Að svo miklu leyti sem andmæl-
andi segir eitthvað almennt um aðferðina, eins og ég beiti henni, er
það rangt, auk þess sem mér virðist hann reyna að gera lítið úr minni
aðferð með því að draga fram hæpnar ályktanir annarra eða hreinlega
með því að skrumskæla ummæli annarra fræðimanna. Andmælandi
segir: “.. . han . .. undrer sig ikke over, at viser fra Portugal og Bre-
tagne fra det 19. árh. frejdigt indvandrer i Danmark allerede i det 12-
15. árh.” (Hér bls. 172.) í fyrsta lagi veit ég ekki til að neinn hafi haldið
því fram að þau kvæði, sem hér er átt við, hafi hoppað beint úr portú-
gölsku og bretónsku inn í dönsku, eins og andmælandi gefur í skyn; í
öðru lagi hef ég ekki tekið neina afstöðu til hugmynda um ferðalög
þeirra utan Norðurlanda, aðeins getið um að afbrigði þessara sömu
kvæða væru til hjá hinum nefndu þjóðum.
Andmælandi segir að ég telji að norsk kvæði hafi varðveist óbreytt
öldum saman: “En sádan stabilitet gár da præses ogsá ud fra.” (Hér
bls. 173.) Þessu er hvergi haldið fram í bók minni. En nú vill svo til,
og ég er að tala um texta sem raunverulega eru til, að það ber mjög oft
við að margar vísur, jafnvel raðir af vísum, eru mjög líkar eða nánast
orðrétt eins í íslenskum, færeyskum og norskum afbrigðum, sem eru
skrifuð upp með löngu millibili og er þó óhugsandi að uppskriftirnar
hafi borist milli landanna. Ég hafði ekkert svigrúm til að tína upp
hverja einustu vísu af þessu tagi í bók minni, enda geta efasemdamenn
sannfært sig um sannleiksgildi orða minna með því að kanna heimild-
irnar. Þessi skyldleiki verður ekki skýrður með Vedel og Syv eða
dönsku smáprenti (flyveblad, skillingtryk), þegar slíkir textar eru annað-
hvort ekki til eða mjög frábrugðnir. Þessi skyldleiki verður ekki skýrður
nema með því að gera ráð fyrir að óskráð kvæði hafi borist frá manni
til manns, og að vissir hlutar þeirra hafi breyst mjög lítið á löngum
tíma. Sá sem hafnar skýringu minni verður að koma með aðra senni-
legri eða sýna fram á að ég hafi farið rangt með heimildirnar. Hvorugt
gerir andmælandi. Hann bendir á aldur uppskrifta, reiknar út hve mikið
ég ‘antedateri’ og hristir höfuðið.
Hvergi er fullkomin fyrirlitning andmælanda á niðurstöðum reistum
á samanburði texta jafnaugljós og þar sem þessar niðurstöður eru
honum að skapi. Þar sem ég fjalla um “Kvæði af Ribbaldi og Gull-
brúnu” (ÍF 16/DGF 82) rek ég fyrst hugmyndir annarra um háan aldur
kvæðisins og ummyndanir þess án þess að taka afstöðu til annarra
atriða en þeirra sem varða viðfangsefni mitt. Síðan sný ég mér að því