Gripla - 01.01.1984, Page 206
SVERRIR TÓMASSON
HVÖNNIN í ÓLAFS SÖGUM
TRYGGVASONAR*
1.
Næst mistilteini er arfinn illræmdastur allra jurta í íslenskum fornbók-
menntum. Það fara að vísu ekki miklar sögur af öðrum grösum í forn-
um skáldskap, en ein jurt, hvönnin, hefur þó dregið á eftir sér nokkurn
slóða, því að í sögum Odds munks Snorrasonar og Snorra Sturlusonar
af Ólafi konungi Tryggvasyni leiðir hún óbeint til falls Ólafs við
Svöldur. í ritum annarra sagnamanna um aðdragandann að þeirri frægu
orrustu er ekki á jurtina minnst.1
í sögu Odds munks heitir einn af vildarmönnum Ólafs konungs Aki
og er kallaður hinn danski. Hann segir konungi frá Þyri, systur Sveins
tjúguskeggs Haraldssonar. Hún hafði áður verið gift norskum manni,
Birni að nafni. Er frá því greint að hún sitji í göfuglegum ekkjudómi.
Sveinn tjúguskegg gengur að eiga Gunnhildi dóttur Búrizleifs Vinda-
konungs og heitir honum þá Þyri systur sinni til eiginorðs. Búrizleifur
er heiðinn og gamall og vill Þyri hann ekki, en Sveinn bróðir hennar
sendir hana nauðuga til Vindlands og gerir Vindakonungur ‘brullaup
til hennar. En svá segja menn at meðan hon var í valdi Búrizleifs kon-
*Ég reifaði fyrst hvannarmál í alvörulitlum pistli, ‘Af hvannnjóla einum’,
sendum Ólafi Halldórssyni í Ólafskrossi (Reykjavík 1980), 55-56. Nú verða þessu
efni gerð frekari skil. Ég vil hér sérstaklega þakka Ágústi H. Bjarnasyni grasa-
fræðingi fyrir þá vinsemd að lesa þennan pistil yfir í handriti og Guðrúnu Kvaran
orðabókarritstjóra sem spurðist fyrir um orðið graðhvönn í útvarpsþættinum ís-
lenskt mál.
1 Norrænir sagnaritarar segja í höfuðatriðum eins frá aðdraganda orrustunnar
við Svöldur, sbr. Ágrip udg. Verner Dahlerup (Kþbenhavn 1880), 38; Fagrskinna
(.Fgsk.) udg. Finnur lónsson (Köbenhavn 1902-3), 82-83, 114-16; ‘Historia Nor-
wegiæ’ í Monumenta historica Norvegiœ udg. Gustav Storm (Kristiania 1880),
116-17. Hér á eftir verður stuðst við útgáfu Finns Jónssonar á sögu Odds munks
Snorrasonar, Saga Óláfs Tryggvasonar (Köbenhavn 1932). Fylgt er A-gerð (AM
310 4to) þeirrar útgáfu nema annars sé getið og er stafsetning samræmd. Tilvitn-
anir úr Ólafs sögu Snorra Sturlusonar eru teknar upp úr útgáfu Bjarna Aðalbjarn-
arsonar í íslenzkum fornritum XXVI, ‘Heimskringlu’ I (Hkr.), (Reykjavík 1941).