Gripla - 01.01.1984, Síða 207
HVÖNNIN í ÓLAFS SÖGUM TRYGGVASONAR 203
ungs at hvárki át hon né drakk ok fór svá fram xi daga’ (Saga Óláfs
Tryggvasonar, 144). Búrizleifur lét hana heim fara og fór hún til Falst-
urs og var þar á búum sínum um hríð, en þar sem hún treystist ekki til
að vera þar fyrir bróður sínum, sendi hún menn til Áka, að hann færi
á fund Ólafs konungs Tryggvasonar til þess, ‘at hann væri henni til
hlífðar í móti óvinum sínum’ (s. r., 145). Ólafur fer síðan til Danmerk-
ur, hittir Þyri og fastnar hún sig honum þá sjálf með ráði Áka.2 Sveinn
tjúguskegg, bróðir hennar, hélt heimanfylgju hennar eftir að hún hvarf
frá Vindlandi. Þegar Þyri er komin til Noregs aftur með bónda sínum,
er í sögunni drepið á þessar eignir með eftirminnilegum hætti og þar
kemur hvönnin við sögu:3
En þat mark var til at á þeiri helgu tíð, pálmsunnudag, er konungr
gekk frá messu þá sá hann einn mann standa fyrir kirkju ok hafði
á baki sér mikla byrði af grasi því er vér kpllum hvannjóla. Kon-
ungrinn rétti til hpnd sína ok vildi reyna þenna sumarávQxt, svá
sem hann var þá at sjá með miklum blóma ok algerleik; ok sjá
maðr er borit hafði, setr niðr byrðina ok fekk konungi einn hvann-
jóla. Ok konungr bar hann inn í drykkjustofuna, þar er hirðin var
haldin. Hann settisk í hásæti sitt ok skar af hvannjólanum nokkurn
hlut ok sendi dróttningu. Ok hon tók við ok mælti: ‘Herra’, segir
hon, ‘í minni hefi (ek) fest, at þá er ek var barn ok mér kómu tenn
upp, þá var mér gefit fé, en þat fé skyldi gjalda Sveinn konungr,
bróðir minn, með leigum, þá er ek vilda heimta. Nú bið ek yðr,
herra, at þér heimtið þetta fé, þá er þér farið suðr til Danmerkr.
Ok sjá megi þér, herra minn, hversu mikilla eigna ek missi í Vinð-
2 Hvorki nöfnum á fyrri eiginmanni Þyri né fósturföður ber saman í heimild-
unum. Björn heitir fyrri maður hennar í sögu Odds og er sagður norskur, en Styr-
bjöm í Fgsk. og er þar talinn sonur Ólafs Svíakonungs. Snorri minnist ekki á
hann. Oddur nefnir milligöngumann Þyri og Ólafs Aka, en Snorri kallar þennan
fóstra hennar Össur Agason. Fgsk. nafngreinir hann ekki. f Hkr. og Fgsk. fastar
Þyri 7 daga.
3 Eignum Þyri er best lýst í Fgsk. Þar er frá því skýrt að Haraldur Gormsson
faðir hennar hafi gefið henni eignir á Fjóni, suður á Falstri og Borgundarhólmi.
— Sigvaldi jarl sætti þá Svein og Búrizleif og skipti eignum þannig að Gunnhildur
Búrizleifsdóttir skyldi fá eignir Þyri í Danmörku, þegar hún giftist Sveini tjúgu-
skegg, en Þyri skyldi fá hennar eignir á Vindlandi, sbr. Fgsk., 81-3. Sjá um þetta
efni formála Bjarna Aðalbjarnarsonar, Hkr. I, cxxviii-ix, en þar er gerð rækileg
grein fyrir þekktum heimildum Snorra. Texti S-gerðar Ólafs sögu Odds (Stock.
Perg. 4to nr. 18) í tilvitnuninni hér að ofan er efnislega samhljóða A, en víkur þó
frá í því að þar er gert ráð fyrir að Ólafur Tryggvason hitti Svíakonung.