Gripla - 01.01.1984, Qupperneq 208
204
GRIPLA
landi, en engi hefir vald til haft né áræði at heimta mitt fé hér til.
Ok þetta hefi ek margan dag grátit hversu hneisulega ek hefi látit
mína eign.’ Þetta fær konungi mikillar áhyggju ok hugsar hann nú
sitt mál (s. r., 185-186).
Þremur atriðum í frásögn Odds er vert að gefa frekari gaum: maðurinn
gefur Ólafi hvannjólann eftir messu á pálmasunnudag; konungur sker
af nokkurn hlut og gefur Þyri sem þiggur hann en snæðir ekki. Um leið
og hún fær hluta af hvannstönglinum í hendur, minnist hún á tannfé
sitt.
Snorri Sturluson hefur að vísu stuðst við sögu Odds í frásögnum sín-
um af Ólafi konungi Tryggvasyni í Heimskringlu, en hjá honum fær
frásögnin um hvannjólann annan róm, enda vandlegar undirbyggð og
jafnframt aðrar heimildir nýttar. Báðir sagnaritarar leggja áherslu á að
Þyri hafi ekki viljað búa með heiðnum manni, en Snorri greinir öðruvísi
frá aðdragandanum að brúðkaupi Þyri og Ólafs og ber frásögn Heims-
kringlu þar saman við Fagurskinnu.4 Þyri kemur á fund Ólafs í Noregi
og með henni er Össur Agason, fósturfaðir hennar. ‘Þyri var kona orð-
snjpll, ok virðisk konungi vel rœður hennar. Sá hann, at hon var fríð
kona, ok kpmr í hug, at þetta myni vera gott kvánfang’ (Hkr. I, 342).
Snorri rekur einnig að fyrsta vetur sinn í hjúskap með Ólafi hafi Þyri
jafnan grátið eignir sínar á Vindlandi og kært fyrir bónda sínum að hún
hefði ekki ‘fjárhlut þar í landi svá sem dróttningu sœmði’ (s. r., 343).
Hún bað Ólaf stundum ‘fggrum orðum, at hann skyldi fá henni eign
sína, segir, at Búrizláfr konungr var svá mikill vinr Óláfs konungs, at
þegar, er þeir fyndisk, myndi konungr fá Óláfi konungi allt þat, er hann
beiddisk’ (s. r., s. st.). Vinir Ólafs löttu hann þessarar farar, og hefst
því næst hvannarþáttur í sögu Snorra:
Svá er sagt, at þat var einn dag snimma um várit, at konungr gekk
eptir stræti, en við torg gekk maðr í móti honum með hvannir
margar ok undarliga stórar þann tíma várs. Konungr tók einn
hvannjóla mikinn í hond sér ok gekk heim til herbergis Þyri dróttn-
ingar. Þyri sat inni í stofunni ok grét, er konungr kom inn. Kon-
ungr mælti: ‘Sé hér hvannjóla mikinn, er ek gef þér.’ Hon laust
við hendinni ok mælti: ‘Stœrrum gaf Haraldr Gormsson, en miðr
æðraðisk hann at fara af landi ok sœkja eign sína en þú gerir nú,
ok reyndisk þat þá, er hann fór higat í Nóreg ok eyddi mestan hlut
4 Sbr. Fgsk., 115.