Gripla - 01.01.1984, Side 211
HVÖNNIN í ÓLAFS SÖGUM TRYGGVASONAR 207
könnuðust gamlir menn þá við hvönnina bæði sem garðjurt og villigras
og greindu í sundur eftir bragði og stöngulgerð.9 Víða í Noregi lögðu
menn sér einnig til munns geithvönn eða öðru nafni snókahvönn10
(‘geitla, snókla, snókur’, angelica silvestris). Þar var siður að skera
hvönnina í júní, helst fyrir Jónsmessu, og voru það einkum ungir menn
sem það gerðu. Þeir fóru á fjall seint á laugardögum og komu heim að
morgni sunnudags með byrðar stórar og seldu fyrir kirkjudyrum eða á
markaðstorgi.11 Þessi lýsing á þjóðháttum kemur furðuvel heim við
frásögn Odds og Snorra og betur en íslenskar venjur sem þekktar eru.
Eins og í Noregi var það algengt hér á landi að hvönnin væri skorin
þar sem hún óx villt. Fræg er frásögn Flateyjarbókar af hvannskurði
þeirra fóstbræðra, Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðar Kolbrúnarskálds
í Hornbjargi (Flateyjarbók1II, 159). í máldögum frá 14., 15. og 16. öld
er hvannskurður talinn til hlunninda og í Búalögum er fjórðungur
hvannar metinn á eina alin.12 Örnefni, þar sem stofninn er hvannar- eða
hvanna- benda einnig til þess að jurtin hafi verið í miklum metum og
nytjuð sem matjurt. Á suðausturlandi tíðkaðist það allt fram á 19. öld
að grafa upp hvannarætur; var það kallað að fara á rótarfjall og gert að
hausti. Njólinn var hins vegar eins og í Noregi skorinn snemmsumars.13
Eggert Ólafsson segir að hann hafi í Breiðafirði verið borðaður nýr
‘som Salat, med ferskt Sm0r, oven paa Fisk’, en sunnanlands hafi rótin
verið geymd í mold (‘i Muld’) um veturinn og hafi þá verið etin með
9 í Noregi virðist svo sem menn hafi ekki lagt sér til munns bjarghvönn heldur
aðeins fjall- og garðhvönn sem ræktuð var við heimahús, sjá H0eg tilv. rit, 202,
206. í Englandi er ætihvönn talin innflutt garðjurt, sbr. Richard and Alastair
Fitter, The Wild Flowers of Britain and Northern Europe (London 1980), 160.
10 Sbr. H0eg tilv. rit, 219-222. Sjá einnig Edmund Launert, Edible and Med-
icinal Plants of Britain and Northern Europe (London 1981), 101-102. — Af
þeim orðum sem notuð voru um geithvönn, virðast geitla og snókur vera elst. Þau
koma fyrst fyrir hjá Gísla Oddssyni í ‘De mirabilibus Islandiae’, Islandica X, 66-
67 og er svo að sjá að hann eigi einungis við ræturnar. Geitlu telur hann vera eitr-
aða. Snókur virðist þó vera haft um jurtina alla ef marka má orðabók Jóns Óiafs-
sonar úr Grunnavík, sjá 44. nmgr.
11 Sbr. H0eg tilv. rit, 209-210.
12 Islenzkt fornbréfasafn III, 515, V, 262 (Árskógur á Árskógsströnd); IV,
748, VII, 196 (Núpur í Núpsdal, Vestur-Húnavatnssýslu); VIII, 517 (Sauðlauks-
dalur); XV, 578 (Álftamýri í Dýrafirði), 582 (Selárdalur í Arnarfirði); sbr. Búa-
lög (Reykjavík 1915), 23; sbr. H0eg, KLNM IX, 535.
13 Jónas Jónasson tilv. rit, 95; Þorvaldur Thoroddsen tilv. rit, 243-255.