Gripla - 01.01.1984, Page 212
208
GRIPLA
mjólk, flautum (‘Fl0yter’) og smjöri.14 Ein merkilegasta heimildin um
neyslu hvannaróta og trú á lækningamátt þeirra er í bréfi Brynjólfs
biskups Sveinssonar til Bjarna Einarssonar eldra 6. maí 1675:15
Rótakvartelið úr Kolmúlafjalli bið eg yður mér senda vel umbúið
í þurri mold. Þær skulu ei eiga að grafast undir berum himni, né
undir hann komast, og eigi heldur með berum höndum úr jörðunni
grafast. Eg veit ei nema þær verði mér að heilsubót. Moldin vilda
eg tekin væri úr þeim sama stað sem rótin grær, en ekki annars-
staðar. Hún skal og ekki eiga að grafast né snertast með berum
höndum. Vilda eg hún væri tekin í öndverðum gróandanum, en
ekki þegar gróður er mikill kominn, því rætur dofna þá grösin
vaxa.
Jónas Jónasson frá Hrafnagili skýrir svo frá að leggirnir hafi verið
etnir nýir eða með súrmjólk og rjóma. Hann telur þó að á Norðurlandi
hafi hvannir ekki verið etnar: ‘var sagt að þær ærðu upp í manni sult’.
Hið sama hefur H0eg eftir norskum heimildarmönnum.18 I Islenzkum
þjóðháttum er bætt við neðanmáls tilvitnun til Þjóðverjans Thiene-
manns sem ferðaðist um ísland árið 1821. Hann skýrir frá því að
hvannir hafi verið etnar við Mývatn.17 í Norður-Noregi var hvönnin á
síðari öldum nytjuð á svipaðan hátt og íslandi, bæði með Löppum og
Norðmönnum og gæti það verið vísbending um hvernig hennar var
neytt á miðöldum.18
Elsta norræna heimildin um hvönn, önnur en Ólafs saga Odds munks
Snorrasonar, er talin ættuð úr heimahögum Þyri drottningar. Danski
kanúkinn Henrik Harpestræng, sem var samtímamaður Snorra Sturlu-
sonar og var í Hróiskeldu (d. 1244), er sagður vera höfundur tveggja
lækningakvera. Annað þeirra er á forndönsku og samkynja texta er að
finna í íslenskum, norskum, sænskum og þýskum handritum.19 Hitt er
14 Reise igiennem Island, 429, 943.
15 ‘Ur bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar’, Safn Frœðafélagsins um ís-
land og íslendinga XII útg. Jón Helgason (Kaupmannahöfn 1942), 306-307.
16 Jónas Jónasson tilv. rit, 40. Sbr. það sem H0eg hefur eftir norskum heimild-
armönnum: ‘ein vert svolten av á ete kvanne ...’ ‘N&r dei fór p& kvanntur, vart
det gjerne sagt at dei m&tte ha dugleg niste med. Ein vart s& svolten n&r ein &t
kvann’, tilv. rit, 211.
17 Jónas Jónasson tilv. rit, 41.
18 H0eg tilv. rit, 208.
19 Harpestrœng (‘Gamle danske urtebþger, stenbþger og kogeb0ger’) udg.