Gripla - 01.01.1984, Qupperneq 213
HVÖNNIN í ÓLAFS SÖGUM TRYGGVASONAR 209
á latínu og hefur af síðari tíma mönnum verið kallað Liber herbarum.20
í því riti kennir áhrifa frá læknaskólanum í Salerno.
I Liber herbarum er talið gott að bera hvannarót á sér sem vörn gegn
hvers konar galdri og áhrínsorðum. Soðin átti hún að lækna hósta og
soðið mauk úr hunangi og hvönn græddi bit óðs hunds.21 H0eg skýrir
aftur á móti frá því að í Noregi hafi það verið talið gott ráð gegn smit-
andi sjúkdómum að tyggja hvannarót, enda hafi hún verið tuggin í
svartadauða. Hann segir þetta ráð vera þekkt bæði úr lækningabókum
lærðra manna og leikra.22 Njólinn var líka talinn meðal gegn skyrbjúg,
en helst átti eta hvönnina fyrir Jónsmessu, ef hún átti að gagna sem
meðal. Bæði Lappar og Norðmenn tuggðu rótina eins og skro og nefnir
H0eg dæmi um það frá þessari öld.23 Just K. Qvigstad greinir einnig frá
því að Lappar hafi notað hvönn við margs konar kvillum og hafi þeir
haft njólann uppi í sér til að varna veikindum.24
Poul Hauberg, útgefandi Liber herbarum, fullyrðir að hvannar sé
einungis getið sem lækningajurtar í norrænum miðaldaritum; hún sé
ekki nefnd á nafn hjá klassiskum grasafræðingum eða miðaldahöfund-
um.25 Hann nefnir líka að kaflann um hvönnina í ofangreindri bók sé
ekki að finna annars staðar í fræðum Harpestrængs. Hann telur að
kaflar úr Liber herbarum hafi verið þýddir á þýsku, en almennt komi
Marius Kristensen (K0benhavn 1908-20). íslensku handritin eru m. a. AM 655
XXX 4to, AM 194 8vo, hið fyrra var gefið út af Konráði Gíslasyni í Fire og
fyrretyve pr0ver (Kj0benhavn 1860), 470-475; AM 434 a 12mo, gefið út af Kr.
Kálund, Den islandske iœgebog (K0benhavn 1907); AM 194 8vo, gefið út af Ká-
lund í Alfrceði íslenzk I (K0benhavn 1908), 61-77; loks er Royal Irish Academy
23 D 43, gefið út af Henning Larsen, An Old Icelandic Medical Miscellany (Oslo
1931). Norsk hafa verið talin AM 673 a 4to, AM 696 I 4to. Sjá og John Kous-
gárd S0rensen, KLNM XI, 76-79, Gundolf Keil, Verfasserlexikon 3 (Berlin 1981),
475-179.
20 Sbr. Liber herbarum udg. Poul Hauberg (K0benhavn 1936). Um Harpe-
stræng og verk hans má fræðast þar á bls. 10-17. Menn eru ekki á einu máli um
uppruna Liber lierbarum. Gundolf Keil telur að þessi latneska lækningabók eigi
rót sína að rekja til Suður-Þýskalands, sjá Keil tilv. rit, 479.
21 Liber herbaruin, 110-112.
22 H0eg tilv. rit, 213-214; sami höfundur, KLNM IX, 534—535.
23 H0eg nefnir það líka að þurrkuð hvannarót hafi verið reykt sums staðar í
Noregi, sbr. tilv. rit, 211-212.
24 Sbr. Lappische Heilkunde (Oslo 1932), 211-212.
23 Tilv. rit, 20.
Gripla VI — 14