Gripla - 01.01.1984, Page 215
HVÖNNIN í ÓLAFS SÖGUM TRYGGVASONAR 211
Vid Tann verk. þuo þær i heitu Edike, Item Et huannarætur, og lat
nockud af þeim i tannholurnar (bls. 131).
Olavius minnist á nytsemi hvannar í Urtagarðsbók sinni og telur
hann að geitlufræ, borið í höfuð manns, dugi vel við óværu.32 Eldri er
þó lýsing Þorsteins Magnússonar á Skammbeinsstöðum sem prentuð er
í Sýslulýsingum 1744.33 Hann segir að hvannarót, sett út í brennivín, sé
góður drykkur við brjóstkvefi; hann komi blóðinu á hreyfingu, styrki
maga, hjarta og lifur. Nokkrum árum síðar en Urtagarðsbók Olaviusar
kom út, voru Grasnytjar Björns Halldórssonar prentaðar.34 Björn segir
m. a. svo um gagn jurtarinnar:
Rótina má í edik leggja, þurrka hana síðan aftur, og bera hana oft
að vitum sér, eður hafa bita af henni undir tungurótum; það segja
menn gott í móti óhollu og vondu lofti; eins að drekka edik af
henni. — Rótin styrkir maga, eyðir vindi, drepur orma í þörmum,
góð við síðusting og gömlum hósta, brjóstveiki ög tannverki, þegar
hún er tuggin (Grasnytiar, 104).
Það er hugsanlegt að Björn hafi haft stuðning af lækningakverum sem
áttu rót sína að rekja til Harpestrængs eða Henriks Smiths.35 Hann
tekur fram í formála að hann hafi stuðst við erlendar bækur en því
miður nefnir hann þær ekki þar. Hann segist hafa tekið meira en helm-
ing efnisins ‘af minni eiginni, granna minna og annara merkra manna
32 Islendsk Urtagards Bok (Kaupmannahöfn 1770), 67.
33 Sýslulýsingar 1744-1749 útg. Bjarna Guðnasonar (Reykjavík 1957), 54.
Hvönnin er í því riti ýmist nefnd með mat- eða lækningajurtum, sbr. bls. 4, 31,
84, 112, 184, 190 (en þar er tekið fram að enginn noti hana), 267. Skúli Magnús-
son skýrir frá því að hvönn vaxi villt á heiðum og fjöllum, en sé lítið notuð, sbr.
‘Forsþg til en kort beskrivelse af Island (1786)’, Bibliotheca Arnamagnœana V
(1944), 41. í sóknalýsingum frá 19. öld er hvannar oft getið og má nefna sem
dæmi að í Sýslu- og sóknalýsingum Snæfellssýslu, Snœfellsnes III útg. Svavar Sig-
mundsson og Ólafur Halldórsson (Reykjavík 1970) er hún á 301. bls. kölluð
heilsubótargras. í Lækningabók lóns Péturssonar (Kaupmannahöfn 1834) er jurt-
in nefnd brjósthvönn. Við það nafn kannast meðhöfundarnir, Sveinn Pálsson og
Jón Þorsteinsson, ekki og telja eyfirskt. Steindór Steindórsson telur nafnið dregið
af lækningamætti jurtarinnar, sbr. íslensk plöntunöfn, 29.
34 Grasnytiar (Kaupmannahöfn 1783).
35 Hann hefur m. a. stuðst við sænsk og norsk grasafræðirit eftir Linné og
Gunnerus og má vera að þaðan hafi hann fengið ýmsan fróðleik, þó að hann vísi
ekki til hans í hvert skipti. í annarri útgáfu Grasnytja (Akureyri 1983) er að finna
skrá eftir Helga Hallgrímsson um tilvísanir Bjöms í fræðirit.