Gripla - 01.01.1984, Side 217
HVÖNNIN í ÓLAFS SÖGUM TRYGGVASONAR
213
Mggr er sá hinn nítjándi
er elsk fyrir móðurknjám,
ok er í fótaskjóli fœddr.
Vígnýrum sínum
ef verðr viljugr gamall
kokar hann í ennit upp;
eistum sínum
kastar hann á alla vega
ok getr af því bprn ok buru (Fróðskaparrit 18, 241).
í báðum gátum er hvannkálfur nefndur mögur. Til skýringar skal þess
getið að vígnýra merkir eista, jótaskjól mun vera eins konar hosa og er
þá líklega átt við blaðslíðrið, en so. að koka merkir hér að elgja upp.
Höfundur þessarar gátu hefur fært sér í nyt líkindi milli vaxtar jurtar-
innar og karlmanns og má vera að einhver átrúnaður leynist að baki,
því að síðar kemur fram að menn trúa því að sá sem ber á sér hvönn,
muni verða elskaður af öllum. Á 16. öld þekkist það að ætihvönn sé
notuð sem meðal við kyndeyfð og er það einnig kunnugt meðal
Lappa.39 Það kemur fram hjá Olaviusi og Birni Halldórssyni að
hvannarót átti að ‘flýta fyrir fóstri’.40 Á síðari öldum var jurtin þekkt
í Noregi sem frjósemdartákn; við hjónavígslu á Voss skyldu brúðhjónin
tilvonandi ríða til kirkju með hvönn í fangi og skyldi hvönn brúð-
gumans vera nokkru stærri en brúðarinnar.41 Um slíkan sið er ekki
kunnugt hér á landi, en vera má að leifar slíks átrúnaðar felist í orðinu
graðhvönn, graðhvannarleggur, -njóli, sem kemur fyrir í rit- og talmáli
á 19. og 20. öld.42 Hvönnin er ein fljótsprottnasta vorjurtin og gæti það
(1970), 236-238, 252. — Richard Perkins telur hugsanlegt að orðið hjálmtaukr
(hálmlaukr) sem kemur fyrir í Flóamanna sögu eigi við einhverja hvannartegund,
sjá ‘The Dreams of Flóamanna Saga’, Saga-Book XIX (1975-76), 231.
39 Sbr. Handwörterbuch des deutschen Aberglaubens hrsg. Hanns Bachthold-
Stáubli (Berlin 1929-1930) II, 840-41.
40 Urtagardsbok, 67; Grasnytiar, 104.
41 Sjá Nils Lid, Joleband og vegetasjonsguddom (Oslo 1928), 208; H0eg tilv.
rit, 215-216. f Noregi hefur einnig þekkst að hvannarót væri notuð sem frjóvgun-
armeðal handa kúm, sbr. H0eg, s. r., s. st.
42 í ritmáli kemur þetta orð fyrst fyrir í Þórðar sögu Geirmundssonar eftir
Benedikt Gröndal, Ritsafn II (Reykjavík 1951), 87. Halldór Laxness hefur notað
orðið graðhvannarnjóli margoft í ritum sínum, en einna kunnust mun frásögnin
af þeim fóstbræðrum Þorgeiri og Þormóði í Hornbjargi, sbr. Gerpla (Reykjavík
1952), 155-156. Þessi dæmi eru úr fórum Orðabókar Háskólans. Úr talmáli hef