Gripla - 01.01.1984, Page 220
216
GRIPLA
frásögn Odds munks af hvannjólanum. Tannfé kemur upp í huga Þyri
um leið og hún sér jurtina. Það er að vísu hugsanlegt að hjá Oddi hafi
hvönnin verið kristilegt tákn; latneskt heiti hennar er angelica,50 engil-
jurt, en Oddur mun hafa diktað sögu sína á latínu. Þá væri hvönnin
engilstákn, send Ólafi á pálmasunnudag, en á orrustuna við Svöldur
mætti líta sem píslarvætti Ólafs Tryggvasonar, postula Norðmanna.
Hugrenningatengslin milli hvannarinnar og tannfjár Þyri væru þá
dregin fram til að sýna veraldarhyggju drottningar. En á móti þessari
skýringu mælir að óvíst er hvenær jurtin fær þetta latneska nafn; hvort
það hefur verið á dögum Odds eða síðar.51
Sögn Snorra er hins vegar öll veraldleg. Ólafur konungur er ekki
að koma frá messu á pálmasunnudag þegar honum er gefin hvönnin.
Snorri lætur hann gefa Þyri allan hvannstöngulinn. Heiftin sem blossar
upp milli þeirra hjóna þegar hún þiggur ekki hvönnina skilst betur sé
jafnframt hinni hefðbundnu eggjan haft í huga að jurtin hafi verið
ástar- og frjósemistákn. I þá átt benda gáturnar tvær sem fjallað var
um hér að framan. Og í þessum athöfnum persónanna felst ábending
höfundarins um að sambúð þeirra hjóna hafi verið ástlítil. Ólafur hafi
með gjöfinni brigslað henni um kyndeyfð — og hún svarað fyrir sig
með því að bregða honum um hugleysi.
við Mattheus Lobel (1538-1616) sem skrifað hefur lækningabækur og átti heima
í Flandur. Hvannarkaflinn í JS 401 4to er heldur ekki ósvipaður því sem segir í
lækningabók Henriks Smiths um sama efni.
50 í Englandi og víðar í Evrópu þekkist sú sögn að engill hafi sett hvannarót
upp í munninn á mönnum þegar drepsóttir gengu yfir, sbr. t. d. Rosemary Hemp-
hill, Herbs and spices (Harmondsworth 1980), 27; sbr. M. Grieve, A Modern
Herbal (London 1978), 36. Á þýsku heitir jurtin Heiliggeistwurz, Engelwurz og í
grasalækningakveri þýsku frá 16. öld er nafnið skýrt svo: ‘Umb seiner furtráffent-
lichen Krafft und Tugendt willen als wenn der Heilige Geist selber oder die lieben
Engel dem menschlichen Geschlechte dies Gewachs und heylsame Wurtzel geoffen-
bart hetten.’ Þessi klausa er tekin upp eftir Báchthold-Stáubli, Handwörterbuch II,
840-841.
51 Sjá um þetta efni Grieve, A Modern Herbal, 36.