Gripla - 01.01.1984, Side 222
ÁLFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR
UM PARCEVALS SÖGU1
Le Conte du Graal, eða Sagan um Graalinn, er eftir franskan höf-
und, Chrétien að nafni. í einu verka sinna kallar hann sig Chrétien de
Troyes,2 en Troyes er borg í héraðinu Champagne. Um þennan mann er
lítið vitað annað en það að hann var uppi á 12. öld og orti sagnaljóð,
og að líkindum fleiri verk en nú eru til í handritum. Nokkur verka hans
bárust til Noregs og var snúið á tungu landsmanna, sennilega á 13. öld,
líkt og öðrum frönskum riddarakvæðum. Verk þessi eru: Erex saga,
ívens saga og Parcevals saga, sem er þýðing á ljóðsögunni Le Conte du
Graal.3
Ég sagði ‘þýðing’, og hér á eftir mun ég tala um Parcevals sögu sem
þýðingu á þessu franska kvæði. Lengi hefur verið deilt um hverskonar
merkimiða eigi að setja á norrænar sögur, franskættaðar, og sýnist sitt
hverjum. Sumir tala um þýðingar, aðrir kalla þær eftirlíkingar, eða ein-
hverju nafni öðru, enda verður því ekki neitað að mikill munur er á
bundnu máli og óbundnu, á máli franskra kvæða og þessara norrænu
sagna. Þegar norrænir menn sneru á eigið mál og óbundið sagnaljóðun-
um frönsku, endursömdu þeir þau yfirleitt ekki, líkt og tíðkaðist meðal
þjóða sunnar í álfu þar sem kvæðin voru umort, heldur varðveittu þeir
ljóðlínur kvæðanna svo nákvæmlega að hefðu þeir ekki jafnframt
numið brott fjölda ljóðlína væri hægt að tala um þýðingar án þess að
hika. En það er dálítið erfitt vegna þess að nú á dögum merkir orðið
þýðing eins nákvæma endursögn á frumtexta og hægt er að koma við.
Engu að síður tel ég bæði skynsamlegt og rétt að láta orðið þýðingar
1 Ritgerð þessi er byggð á fyrirlestri sem höf. hélt á vegum heimspekideildar
Háskóla íslands í mars 1983.
2 Erec et Enide, v. 9. Por ce dist Cresti'ens de Troies.
3 Við samningu þessarar ritgerðar hef ég stuðst við eftirtaldar útgáfur:
William Roach: Le Roman de Perceval ou Le Conte du Graal, publié d’aprés
le MS. FR. 12576 de la Bibliothéque Nationale, Genéve-Paris 1959.
Alfons Hilka: Der Percevalroman (Li Contes del Graal) von Christian von
Troyes, Halle (Saale): Nimeyer 1932.
Hugen Kölbing: Parcevals saga, Riddarasögur, Strassburg 1872.