Gripla - 01.01.1984, Page 223
UM PARCEVALS SOGU
219
ná yfir norrænar miðaldasögur af frönskum uppruna, þótt ekki væri
nema til aðgreiningar frá skáldverkum annarra þjóða sem fjalla um
svipað efni og þær, en á frjálslegri hátt og kannski frumlegri.
En fleiri koma við sögu norrænna þýðinga en þýðendur einir. Afrit-
arar áttu þátt í að ‘skapa’ þær. Fóru stundum ‘frjálslega’ með textann
sem þeir skrifuðu upp. Oft getur verið erfitt að sjá hvort breytingar sem
gerðar eru á frönskum texta eru frá þýðanda komnar eða seinni tíma
afritara. Og svo er um Parcevals sögu.
Le Conte du Graal hefst á inngangsorðum sem ná yfir 68 ljóðlínur
og segir þar meðal annars að Chrétien ætli að fella í rím þá bestu sögu
sem hafi verið sögð við konungshirð. Sé það Le Conte du Graal.4 Áður
en kemur að þessari yfirlýsingu er hann búinn að lofa hástöfum Filipp-
us nokkurn af Flandri5 sem mun hafa verið ‘verndari’ hans á þeim tíma
sem hann samdi þetta verk. Það er helgað Filippusi þessum sem einnig
var kallaður Filippus af Elsass. Dó hann í þriðju krossferðinni árið
1191. Le Conte du Graal hefur því verið skrifaður fyrir þann tíma, ef
til vill allt að áratug fyrr.6 Á þessu sést að kvæðið hefur ekki verið
‘nýjasta tíska’ á okkar tíma mælikvarða þegar því var snúið á norrænu
á 13. öld.
Le Conte du Graal hefur að geyma 9234 ljóðlínur og er þá talinn
með sá hluti sem við köllum Valvers þátt. Ég mun ekki fjalla um hann
í þessari ritgerð, þar sem þátturinn er sjálfstætt verk, jafnvel þótt hann
tengist Parcevals sögu. Hann virðist þýddur með dálítið öðrum hætti
en sagan, og er því ekki loku fyrir það skotið að þýðandi þáttarins sé
annar en þýðandi Parcevals sögu. Sé ekki reiknað með seinasta hluta
kvæðisins, er samsvarar Valvers þætti, spannar það yfir 6514 Ijóðlínur.
Er þá talin með aukafléttan, ævintýri Valvers, því að ekki er bara sagt
frá Valver seinast í kvæðinu, þe. í Valvers þætti, heldur líka í frásög-
unni af Parceval, hinni eiginlegu Parcevals sögu.
Þó að ljóðlínur kvæðisins séu á tíunda þúsund skortir nokkuð á að
því sé lokið. Er álitið að Chrétien hafi dáið áður en honum tókst að
4 CRESTÍENS, qui entent et paine
A rimoier le meillor conte
Qui soit contez a cort roial:
Ce est li CONTES DEL GRAAL (vv. 62, 63, 65-66).
5 Phelipes de Flandres (v. 13).
6 J. Frappier: Chrétien de Troyes, Paris 1968, bls. 5-6, 169-70.