Gripla - 01.01.1984, Page 225
UM PARCEVALS SOGU
221
konunginn og drottningu hans, og tekur hin rauðu herklæði riddarans
og hest hans. Fer burt og lætur skila kveðju til konungs og stúlkunnar.9
Hjá Gormans úr Groholi10 (ég held mér við nöfnin eins og þau eru
í Parcevals sögu), sem hefur lúmskt gaman af pilti þótt hann sýni hon-
um fulla virðingu, lærir hann að fara með vopn, sitja vopnhest, hvernig
á að haga sér í einvígi og klæðast eins og riddara sómir. Einnig lærir
hann góða siði. Gormans býður honum að dvelja hjá sér til frekara
náms, en samviskubit er farið að kvelja sveininn og hann vill reyna að
ná fundi móður sinnar. Gormans dubbar hann til riddara.11
Blankiflúr12 í kastalanum Fögru borg13 tefur för hans. Um Fögru
borg situr Gingvarus,14 ræðismaður Clamadius15 riddara, sem girnist
bæði stúlkuna og eignir hennar. Er skemmst frá því að segja að sveinn-
inn frelsar meyna, sigrar báða þessa yfirgangsmenn í bardaga og sendir
þá sem fanga til hirðar Artús konungs. Blankiflúr ‘stingur ástarlykli í
skráargat hjarta hans’ (vv. 2636-37), og sveinninn kynnist ástinni.
Blankiflúr reynir árangurslaust að halda honum hjá sér, en hann vill
finna móður sína. Lofar þó að koma aftur.16
Á leiðinni kemur hann að straumhörðu fljóti og kemst ekki yfir.
Hann leiíar aðstoðar hjá manni sem situr í bát á fljótinu og er að fiska.
Er sá nefndur Fiskikóngur.17 Hann er lamaður. Fiskikóngurinn býður
honum heim til sín, til glæsilegra en dularfullra salarkynna, og gefur
honum sverð en ekki fyrr en sýnt er að það hæfir honum og að piltur-
inn er sá sem beðið er eftir. Og þá hefst graal-skrúðgangan. Úr herbergi
einu kemur sveinn er heldur á hvítu spjóti og kemur blóðdropi úr
spjótsoddinum. Rennur niður á hönd sveinsins. Á eftir honum ganga
aðrir sveinar tveir sem bera kertastjaka með kertum í og er í fylgd með
þeim mær ein. Hún heldur á graal, dýrgrip miklum sem lýsir af. Seinast
gengur stúlka sem heldur á litlu silfurfati. Þessi ungmenni hverfa inn í
annað herbergi. Síðan er komið með borð og góð föng og gestgjafi og
9 Sjá vv. 834-1304. Sagan, bls. 529—1134.
10 Gomemans de Gorhaut.
11 Sjá vv. 1305-1702. Sagan, bls. 11“_179.
12 Blancheflor.
13 Biaurepaire.
14 Engygeron(s) (Enguigeron).
15 Clamadeus.
16 Sjá w. 1703-2975. Sagan, bls. 1710—282.
17 Roi Pescheor.