Gripla - 01.01.1984, Síða 226
222
GRIPLA
gestur hans taka til matar síns. Við hvern nýjan rétt er graalinn borinn
framhjá.18
Hvað er átt við með orðinu graal? Það er engan veginn augljóst. I
lok kvæðisins hittir Parceval einsetumann (heremíta) sem reynist vera
móðurbróðir hans. Einsetumaðurinn skýrir Parceval frá því að föður
hins lamaða Fiskikóngs sé þjónað með graalnum og í graalnum sé ekk-
ert matarkyns að finna, aðeins eina oblátu. Hafi faðir Fiskikóngsins
ekki farið úr herbergi sínu í tólf ár og þurfi ekki nema oblátuna til að
halda í sér lífinu. Með öðrum orðum, hér á sér stað kraftaverk og er
því prósessía sveinanna og meyjanna trúarlegs eðlis. Virðist nokkuð
augljóst að graalinn gegnir hlutverki oblátubuðks (eða oblátuhúss).
Hinsvegar merkir orðið graal, að því er virðist, disk eða grunna skál.19
Hvers vegna er ílátið ekki kallað sínu rétta nafni? Það hefur verið skýrt
18 Sjá vv. 2976-3421. Sagan, bls. 283-3110.
19 Það er mjög líklegt að á dögum Chrétiens hafi orðið graal haft hversdags-
lega merkingu, allir vitað hvað það þýddi, annars hefði hann tæplega notað orðið
á þann hátt sem hann gerir.
Eins og oft hefur verið bent á þá er ýjað að því í kvæðinu (vv. 6420-23) að
graal sé einskonar matarílát. Einsetumaðurinn segir við Parceval:
Mais ne quidiez pas que il ait
Lus ne lamproie ne salmon;
D’une sole oiste le sert on,
Que l’en en cel graal li porte.
(En þú skalt ekki halda að í honum (graalnum) sé gedda, steinsuga eða lax; er
honum þjónað (föður hins lamaða Fiskikóngs) með aðeins einni oblátu og er hún
færð honum í þessum graal).
I öðru frönsku kvæði frá því um 1170, Le Roman d’Alexandre, er pílagrímur
látinn segja við ræðismann lénsherra nokkurs:
Ersoir mangai o toi a ton graal (v. 611)
(I gærkvöldi borðaði ég með þér úr graali þínum.)
Að lokum frægt dæmi sem alltaf er tilfært; er það lýsing Helinands nokkurs
de Froidemont á því hvað graal sé og til hvers hann sé notaður. Lýsinguna er að
finna í króniku sem hann skrifaði á latínu kringum 1227: “Gradalis autem sive
gradale gallice dicitur scutella lata et aliquantulum profunda, in qua pretiosae
dapes cum suo jure divitibus solent apponi gradatim, unus morsellus post alium in
diversis ordinibus, et dicitur vulgari nomine graalz, quia grata et acceptabilis est
in ea comedendi, tum propter continens, quia forte argentea est vel alia pretiosa
materia, tum propter contentum, id est ordinem multiplicem pretiosarum dapum.”
Cf. M. Roques: Le Graal de Chrétien et la demoiselle au Graal, í Romania,
LXXVI, 1955, bls. 3. M. de Riquer: Interpretación cristiana de “Li Contes del
Graal” í Miscelánea Filológica dedicada a Mons. A. Griera, Barcelona, 1960, bls.
259. J. Frappier, op. cit., bls. 187-190.