Gripla - 01.01.1984, Page 227
UM PARCEVALS SOGU
223
þannig að sá hluti allur sem fjallar um Fiskikónginn lamaða og graalinn
sé sagður frá sjónarhóli Parcevals, séður með hans augum.20 Við mun-
um að Parceval hefur aldrei komið í kirkju, aldrei verið við guðsþjón-
ustu, ekki meðtekið sakramentin. I augum hans er oblátubuðkurinn
(eða húsið) ekki annað en ílát.
Það er bæði satt og rétt að í frásögunni af dvöl Parcevals hjá Fiski-
kónginum er miðað við sjónarhorn Parcevals, þótt ekki segi hann
sjálfur frá (heldur frásögumaður). En þess ber að gæta að aðrar per-
sónur kvæðisins kalla ílátið graal eins og Parceval.21 Sé þessa atriðis
gætt verður ofangreind skýring ófullnægjandi.
Spjótið sem blæðir úr er jafn dularfullt í augum nútíma lesanda og
það var fyrir Parceval sem ekki þorði að spyrja af hverju blæddi úr því.
Og skulum við muna að blóðdropinn fór niður á hönd sveinsins sem
hélt um það. Frásöguna um spjót þetta má víða finna á miðöldum,
einkum í frönskum kappakvæðum (scm eru eldri en riddarakvæðin).
Segir þar frá blinda hermanninum Longinusi sem stakk spjóti í síðu
Krists á krossinum og rann blóð eftir skaftinu niður á hönd hans.
Longinus strauk henni yfir augun og varð sjáandi.
Parceval þorir hvorki að spyrja um spjótið né hverjum sé þjónað
með graalnum, því að hann man að Gormans hafði sagt honum að vera
hvorki of forvitinn né of málugur. Ákveður hann að spyrja næsta dag,
en daginn eftir finnst ekki nokkur maður í kastala Fiskikóngsins lamaða.
Silfurfatið22 sem kemur síðast í skrúðgöngunni er álitið vera eins-
konar undirskál sem var og er sett til öryggis undir hökuna á þeim sem
meðtekur oblátuna, ef hún skyldi detta. Er sagt að á miðöldum hafi
patínan stundum verið látin gegna þessu hlutverki.23 í Parcevals sögu er
fatið kallað ‘tön’, orð sem að vonum vefst fyrir mönnum. Gæti verið
um að ræða afbökun á orðinu pa-tena?
Það er nokkuð öruggt að spjótið, graalinn og jafnvel silfurfatið séu
einhver kristileg trúartákn. Hinsvegar er örðugra að segja til um hvaða
hlutverki þau gegna innan frásögunnar.
Þegar sveinninn er kominn burt frá kastala Fiskikóngsins, rekst hann
á konu er situr yfir líki unnusta síns og grætur. Kemur í ljós að þetta er
frænka hans og færir hún honum þá fregn að móðir hans sé dáin úr
20 Sjá M. de Riquer, op. cit., bls. 263.
21 Frænka hans, ljóta mærin, einsetumaðurinn.
22 Tailleoir d’argant (w. 3231, 3287, 3567).
23 Sjá M. de Riquer, op. cit., bls. 264.