Gripla - 01.01.1984, Page 230
226
GRIPLA
hafði verið sagt að hann spurði ekki vegna þess að hann var hræddur
um að vera of forvitinn eða málugur.
Einsetumaðurinn hvíslar í eyrað á Parceval bæn sem felur í sér nöfn
Drottins. A páskadag meðtekur Parceval sakramentið.35
Lýkur þar kvæðinu um Parceval.
Á hinn bóginn er Parcevals saga lengri. Hefur örfáum línum verið
bætt við þessa frásögu, líklega til að gera hana fyllri og láta hana enda
í hefðbundnum stíl.
Þó að Chrétien de Troyes hafi ekki tekist að ljúka kvæðinu, er samt
nokkuð ljóst hverskonar sögu hann ætlar að segja. Le Conte du Graal
er á vissan hátt þroskasaga ungs manns. í upphafi er hann fáfróður
sveitapiltur er leggur af stað út í heiminn. Með reynslunni öðlast hann
þekkingu og þá eiginleika sem þóttu prýða góða riddara: hreysti, misk-
unnsemi, örlæti og hæversku. Og ekki má gleyma hinu göfgandi afli,
ástinni, né heldur trúnni, sem er stórmikilvægur þáttur í þroskaferli
hans og um leið í frásögunni allri. Þegar Parceval snýr sér til Guðs gerir
hann það ekki af guðhræðslu, heldur virðist hann knúinn af innri þörf.
Að lokum öðlast hann náð Guðs. En þá náð skorti hann á flakki sínu
um heiminn, því að hann hafði syndgað. Leit hans er lokið. Leit er var
fyrst og fremst andleg og trúarleg. Parceval er látinn sameina flestar
göfugustu hugsjónir miðaldamannsins.
Parceval er af tignum ættum. Hann missti föður sinn ungur og báða
bræður, svo að hann er sá eini sem er á lífi af föðurættinni. Móðurætt
hans hefur hnignað. Hún einangrast. Annar móðurbróðir hans, faðir
Fiskikóngsins, hefur ekki farið úr herbergi sínu árum saman og er það
fyrir kraftaverk að hann lifir. Hinn móðurbróðir hans er einsetumaður.
Fiskikóngurinn, frændi hans, er lamaður. Ættin virðist bíða eftir manni
sem getur losað hana úr viðjum niðurlægingar. Spyrji Parceval ákveð-
inna spurninga um spjótið sem blæðir úr og gralinn, mun Fiskikóngur-
inn verða heill og fá jarðir sínar aftur. Sverðið sem Parceval fær að gjöf
hæfir honum og virðist hann vera sá sem beðið er eftir til að ‘frelsa’
ættina.36
Le Conte du Graal er fyrst og fremst riddarakvæði, en minnir að
nokkru leyti á helgisögu.
Skulum við þá aftur snúa okkur að norrænu sögunni um Parceval.
• Þegar verið er að kanna norrænar þýðingar er gjarnan höfð að
55 Sjá vv. 6215-6515. Sagcm, bls. Sl^-5234.
30 Sjá M. de Riquer, op. cit., bls. 274.