Gripla - 01.01.1984, Page 233
UM PARCEVALS SOGU
229
Eins og Kölbing benti á40 mun braull vera afbökun á orðinu graull
(graal). Annað orð, sem líka er afbakað, kemur fyrir nokkrum línum
neðar í sögunni. Það er orðið tön (cf. bls. 6-7).41 Má því vera ljóst að
sá hluti sögunnar sem fjallar um graalinn hefur orðið fyrir barðinu á
afriturum. Er hugsanlegt að þeir hafi ‘lagfært’ fleiri orð en braull í setn-
ingunni hér að ofan? Orðið textus liggur undir grun.42 í Parcevals sögu
er þess hvergi getið að í graalnum (Gangandi greiða) sé obláta og kemur
því ekki fram óbeint, eins og í kvæðinu, að hann gegni hlutverki oblátu-
buðks (eða oblátuhúss). Þó hlýtur þýðandi að hafa skilið orðið oiste
(obláta)43 sem er dregið af latneska orðinu hostia. Hvers vegna þegir
hann um oblátuna? Líklega vegna þess að í kvæðinu er hún sögð vera í
íláti sem ekki er notað undir oblátur. Má vera að þýðandi hafi ekki
verið sáttur við þetta atriði, fundist það óviðeigandi eða meira en lítið
undarlegt. Og kannski hefur hann ekki skilið að Chrétien vildi gera
dularfullan þennan fagra grip með því að kalla hann ekki sínu rétta
nafni. Að minnsta kosti finnst þýðanda ástæða til að setja fram skýr-
ingu. En hafi hann ekki vitað hvað orðið graal merkir, veit hann að
minnsta kosti til hvers graalinn er notaður og þýðir í samræmi við það.
Kallar hann Gangandi greiða. Þýðandi velur þessi tvö orð með hliðsjón
af oblátunni og hennar hlutverki í kvæðinu sem er að endurnýja, næra
stöðugt (Fiskikóngurinn fær daglega, að því er virðist, eina oblátu).
Felst ekki einmitt þessi merking í orðunum Gangandi greiði?44
Þýðandi er ekki í nokkrum vafa um ‘kraftinn’ sem býr í þessum grip,
eins og fram kemur í sögulok. Einsetumaðurinn skýrir fyrir Parceval:
‘En þat er einn heilagr hlutr (Gangandi greiði), er hinn ríki maðr lætr
bera fyrir sér til hugganar ok upphalds sálu sinnar ok lífs; er þessi hinn
heilagi hlutr andligr, en ekki líkamligr.45 En þýðandi lætur þess ekki
40 Sjá útg. sögunnar, bls. 219.
41 Sagan, bls. 3022-23: Eptir þessari mey gékk önnur mær ok bar í hendi eina
tön.
42 Eins og dr. Jónas Kristjánsson hefur bent mér á.
43 D’une sole oiste le sert on (v. 6422).
44 Aukheldur er gengið með graalinn í einskonar prósessíu.
43 Sjá söguna, bls. 522^28. Vv. 6425-6428:
Tant sainte chose est li graals.
Et il, qui est esperitax
Qu’a se vie plus ne covient
Fors l’oiste qui el graal vient.
(... svo heilagur hlutur er graalinn. Og hann (faðir Fiskikóngsins) er svo and-