Gripla - 01.01.1984, Page 234
230
GRIPLA
getið hvernig kraftaverkið gerist, lætur sér nægja að gefa það í skyn
með því að kalla hlutinn Gangandi greiða.
Orðið textus, sem áður er minnst á, ætti vegna stöðu sinnar í setn-
ingunni að gefa vísbendingu um hverskonar hlutur það er sem ‘þeir í
völsku máli kalla graull’. En orðið segir næstum ekki neitt. Tilgáta mín
er sú að þar sem nú stendur textus hafi upphaflega staðið Pyxis (e. t. v.
ritað Pix’s) sem er grísk-latneskt orð og merkir oblátubuðkur (eða -hús).
Sé þetta rétt hefði setningin átt að hljóða svo:
‘Því næst gékk inn ein fögr mær ok bar í höndum sér því líkast sem
pyxis væri [þe. heldur á hlut sem er líkur pyxis], en þeir í völsku máli
kalla graull; en vér megum kalla ganganda greiða.’
Margt vantar í frásöguna af lamaða Fiskikónginum og Parceval. Lýs-
ing á borðhaldi þeirra og síðan á brottför Parcevals úr kastalanum er
mjög dregin saman í sögunni. Hvað borðhaldið snertir er borðinu og
uppsetningu á því Iítið lýst, einnig borðbúnaði og hinum ýmsu réttum.
Og ekki er greint frá því að við hvern nýjan rétt fari Gangandi greiðinn
framhjá og að Parceval spyrji einskis en fresti öllum spurningum til
næsta dags.
Þessu næst er sagt frá því er Parceval hittir frænkuna sem grætur yfir
líki unnusta síns (vv. 3422-3690, sagan, bls. 3110-346). Harmatölur
hennar og samræður þeirra frændsystkina eru styttar til muna í sögunni,
enda er komið inn á efni sem þegar er búið að fjalla um: lamaða Fiski-
kónginn, graalinn, sverðið. Að öðru leyti er þessi hluti kvæðisins nokk-
uð ítarlega þýddur.
Enn meir er þjappað saman frásögunni af endurfundi þeirra Parce-
vals og stúlkunnar sem hann hafði kysst nauðuga í landtjaldinu (vv.
3691-4163, sagan, bls. 347-387), og sem fyrr er líklega verið að forðast
endurtekningu. En frá stúlkunni og hinum drambláta vini hennar er
sagt framar í sögunni (í 2. kafla). Hið sama er uppi á teningnum
þegar lýst er komu Drambláts til hirðar Artús konungs, en þar segir
hann, í kvæðinu, frá viðureign sinni við Parceval, sem þegar er búið að
greina frá. Og Artús segir Valver frá því er hann hitti Parceval í fyrsta
sinn og Parceval barðist við Rauða riddarann. Þetta eru endurtekningar
sem þýðandi fellir niður eða styttir til muna.
legur (maður) að hann þarf ekki nema oblátuna sem kemur í graalnum til að lifa.)
í kvæðinu er það faðir Fiskikóngsins sem er ‘andlegur’, í sögunni er það Gang-
andi greiðinn.