Gripla - 01.01.1984, Síða 237
UM PARCEVALS SÖGU 233
um: þroskasaga Parcevals í sögunni er ekki tengd trúnni á sama hátt og
í kvæðinu.
Eins og minnst var á hér að framan er spunnið aftan við kvæðið í
þýðingunni og lýkur sögunni á hefðbundinn hátt og í anda þeirra at-
burða sem á undan eru gengnir. 1) Parceval ‘lifði síðan sem góðr
kristinn maðr’. 2) Ástin sigrar: ‘Fékk Parceval þá Blankiflúr’. 3) Hann
gerist riddarinn ósigrandi. Röð þessara atriða virðist fara eftir mikil-
vægi þeirra (sagan, bls. 52-53).
Eins og komið hefur fram er þýðingin (frá og með v. 834) misná-
kvæm, en segja má að hún komi allvel til skila frásögu Chrétiens de
Troyes, þar sem engar stórvægilegar breytingar eru gerðar á henni.
Greint er frá atburðum og persónum á sama hátt og í sömu röð og í
kvæðinu. En margar ljóðlínur eru felldar niður. Ástæður fyrir því
virðast vera margvíslegar.
Chrétien beitir oft þeirri aðferð að segja frá atburði og láta hann svo
koma fyrir aftur í samræðum manna síðar meir. Eðlilegt er að þýðandi
stytti slíkar endurtekningar eða jafnvel felli þær brott.
En í frásögu kvæðisins er líka að finna hliðstæður, þ. e. samsvarandi
atburði, þótt efni þeirra sé ekki fullkomlega eins. T. d. verða á vegi
Parcevals nokkrir riddarar (Rauði riddarinn, Clamadius, riddarinn
Drambláti, Sigamors, Kæi), sem hann á orðaskipti við og síðan bar-
daga. Itarlegust er þýðingin þegar verið er að lýsa viðskiptum hans við
Rauða riddarann, þann riddara sem hann hittir fyrst. Clamadius og
hinn Drambláti eru sendir, hvor í sínu lagi, til hirðar Artús konungs
með orðsendingu frá Parceval. Frásögnin af Clamadius, sú fyrri, er
mun nákvæmar þýdd en hin. Á sama hátt má segja að lýsingunni á hirð
Artús konungs og andrúmsloftinu þar séu gerð best skil í sögunni þegar
Parceval kemur þangað í fyrsta sinn. Hliðstæður sem þessar eru eins-
konar endurtekningar, og því er kannski skiljanlegt að þýðandi geri
nánast grein fyrir efni þeirra fyrst í stað, en þjappi því svo saman þegar
á líður frásöguna.
Gjarnan er haft á orði um norska þýðendur franskra kvæða að þeir
felli niður langar samræður og lýsingar, vegna þess að þær dragi úr
frásagnarhraða og jafnvel beri söguþráðinn ofurliði. Og er þá talið að
þeir séu að laga þýðingarnar að norrænni sagnahefð. Sjálfsagt á þetta
að einhverju leyti við um Parcevals sögu, en þess ber þó að gæta að
sagan byggist að miklu leyti á samtölum og eru sum þeirra mjög löng
(eins og í kvæðinu). Um skýr tengsl atburða er ekki að ræða í kvæðinu,