Gripla - 01.01.1984, Page 239
UM PARCEVALS SOGU
235
að ljóðlínu 3575, eða þangað til að Parceval hittir frænkuna sem grætur
yfir líki unnusta síns og hún spyr hann að nafni. Nafnið Parceval kemur
þrisvar fram í fyrstu línum sögunnar en eftir það er hann kallaður
sveinn, á sama hátt og í kvæðinu (vallés), og það er ekki fyrr en Blanki-
flúr biður hann ásjár að farið er að kalla hann aftur Parceval. Þó er rétt
að taka fram að í sögunni kemur nafnið aftur fyrir áður en Parceval
hittir Fiskikónginn lamaða, en í kvæðinu er ekki sagt frá nafni sveins-
ins fyrr en eftir þann atburð. Engu að síður virðir þýðandi þessa nafn-
leynd. Fyrstu línur sögunnar eru undantekning og gætu því verið verk
eftirritara.
Lýsing Chrétiens á náttúrunni í upphafi kvæðisins er numin brott í
sögunni og lítið verður eftir af tali sveinsins við riddarana sem hann
hittir óvænt. En þó kemur fram að hann hefur aldrei séð vopn og
heldur í barnaskap sínum að riddarinn sem hann talar við sé Guð.
Mjög er þjappað saman samræðum Parcevals við móður sína (einar
300 ljóðlínur, 373-619) og er efni þeirra raðað á annan hátt í sögunni
en í kvæðinu. Ekki er heldur alveg um sama efni að ræða.
í kvæðinu segir að þegar Parceval kemur heim frá því að tala við
riddarana er móðir hans orðin hrædd um hann, og er hún fréttir að
hann hafi séð riddara verður henni mjög mikið um það, því að hún
vildi halda honum frá allri riddaramennsku vegna hörmulegra atburða
sem gerðust í ættinni og hún rekur fyrir honum (vv. 407-488): að faðir
hans hafi verið hraustur riddari en særst á fæti og lamast, að vegna
fátæktar hafi þau orðið að flytja út í þennan eyðiskóg, að báðir bræður
Parcevals hafi verið drepnir sama daginn í bardaga og faðirinn hafi
dáið úr sorg. — Þegar móðirin sér að hún getur ekki latt Parceval
fararinnar býr hún hann út eftir velskum sið, og að þremur dögum liðn-
um kveðjast þau (í sögunni er ekki minnst á tíma), og hún gefur honum
nokkrar ráðleggingar í veganesti.
í Parcevals sögu rekur móðirin ættarsöguna í mjög stuttu máli fyrir
Parceval, en ekki fyrr en hún kveður hann (og er þá ekki minnst á
bæklun föðurins né á bræðurna). Fyrst talar hún um ættina: ‘hvatvetna
dregr í sína ætt’ — og í beinu framhaldi af því gefur hún honum góð
ráð og holl. Með öðrum orðum, tvcer orðræður eru gerðar í sögunni að
einni. Orðræður sem í kvæðinu eiga sér stað á ólíkum tíma.
í þessum fyrsta kafla sögunnar verður þegar vart við námfýsi Parce-
vals. Bæði í kvæðinu og í sögunni lætur móðir hans í ljós áhyggjur yfir
því að hann skuli ekki kunna að fara með vopn. Áhyggjutal þetta