Gripla - 01.01.1984, Page 240
236
GRIPLA
verður kveikjan að ráðum hennar í kvæðinu og er hluti af allri þeirri
ræðu. En í sögunni er tal þetta undanfari ættarsögunnar og er Parceval
látinn grípa fram í fyrir móður sinni, en það gerir hann ekki í kvæðinu:
‘Móðir, segir hann, eingi er með slíku borinn ok nám kennir fleira en
nattúra; mikit kennir ok venja ok dirfist maðr af manni.’49 Þá er það
sem móðir hans segir honum frá ættarmálunum og gefur honum ráð.
Þessi orð Parcevals eiga sér ekki samsvörun í kvæðinu. Einnig eru ráð-
leggingar móðurinnar í sögunni með nokkuð öðrum hætti en í kvæðinu.
Hvað veldur öllum þessum breytingum? Nokkrar tilgátur:
1) Þýðandi breytti upphafinu (ég tel ekki með fyrstu línurnar sem
ég er búin að eigna afritara). En í hvaða tilgangi? Látum það liggja
milli hluta í bili.
2) Handrit kvæðisins sem þýðandi vann eftir var frábrugðið þeim
handritum sem nú eru til. Það er fátt sem styrkir þessa tilgátu, þar sem
Parcevals sögu svipar í heild til frásögu kvæðisins eins og hún liggur
fyrir í útgáfum þeirra William Roach og Hilka.
3) Fyrstu blöð eða blað handritsins, sem virðist liggja til grundvallar
íslensku handritunum, var í svo slæmu ástandi að erfitt var að lesa það.
Eftirritari reyndi að bæta um eftir bestu getu og fylla í eyður með tilliti
til framvindu sögunnar.
Það sem einkum rennir stoðum undir þriðju tilgátuna er ósam-
kvæmni í frásögunni. Þegar Parceval er hjá Gormans (5. og 6. kafli
Parcevals sögu) minnist hann móður sinnar og ráðlegginga hennar, ná-
kvæmlega eins og í kvæðinu:
‘. . . þat kendi móðir mín mér, at ek skyldi samþykkjast góðum
mönnum ok hafa þeirra ráð.’50
‘. . . þat kendi mín móðir mér, ef ek þýddumst góðan mann, at ek
skyldi þegar vita nafn hans.’51
Og Gormans er látinn segja: ‘En ef þú finnr karlmann eða kvenn-
mann þann er þurfi þinna heilræða, þá ráð þeim æ heilt . . . ok ræk vel
heilaga kirkju . . . Sveinn mælti: . . . slíkt sama kendi mér móðir mín.’52
í kvæði Chrétiens de Troyes samsvara viðræður Parcevals og Gor-
mans ráðleggingum móðurinnar, sem ræður syni sínum áður en þau
skilja a) að hjálpa og þjóna meyjum og konum, b) að spyrja menn að
49 Sagan, bls. 415'17.
50 Sagan, bls. 138-9.
51 Sagan, bls. 1519"20.
52 Sagan, bls. 1621—173.