Gripla - 01.01.1984, Page 241
UM PARCEVALS SOGU
237
nafni því að ‘af nafninu þekkist maðurinn’, c) að sækjast eftir félags-
skap ‘góðra manna’ því að þeim séu aldrei gefin óholl ráð, d) að biðjast
fyrir og sækja guðshús.53
I sögunni er þessi samsvörun ekki fyrir hendi, vegna þess að ráð
móðurinnar eru frábrugðin ráðum hennar í kvæðinu. Hún segir:
‘Ver guðhræddr, trúr ok hollr þeim er þú þjónar. Haf þik eigi í
heimsku áhlaupum. Haf þik frammi þar sem þér sé til lofs, en ekki til
hróps. Fyrirlát þú með öllu rán, þvíat rán aflar guðs reiði. Ver væginn
við alla menn ok helzt við konur; ok þóat þik lysti til nökkurrar konu,
þá tak ekki meira af henni nauðigri en einn koss. En ef þú plukkar
nökkura konu, þá heit ömbun ok halt vel; tak ok því at eins annars
unnustu, nema hugr kenni. Fær þú sigrat einn mann í einvígi, þá drep
hann eigi ok ef þú verðr staddr hjá góðum mönnum, þá verð þú ekki
ofhlutsamr í málum manna. Nem æ gott hverr sem kenna vill. Hygg at
því at fróðr er hverr fregvíss. Fá þér annathvárt góðan félaga eða
öngvan. Ver lítillátr við góða menn. Hirð eigi um launkonur. Mun þann
með góðu er þér gott gerir.’54
Ráðleggingar þessar eru mun fleiri en þær sem er að finna í kvæðinu.
Auk þess hafa þær á sér yfirbragð máltækja eða orðskviða, en í kvæð-
inu er því ekki þannig varið.
í sögunni snúast ráð móðurinnar um siðfræði. Áhersla er lögð á
miskunnsemi og réttsýni, en hinsvegar fer lítið fyrir trúnni (eins og áður
er komið fram um söguna í heild). Ekki verður sagt að allar þessar
ráðleggingar séu í anda riddarahugsjónarinnar. Þvert á móti hafa þær
almenna og hagnýta skírskotun og það virðist sem þeim sé ekki síður
beint til lesanda eða áheyranda en til Parcevals.
í sögunni er líka að finna einskonar spakmæli og aðrar viðbætur af
sama toga, sem ekki eiga sér samsvörun í kvæðinu. Samt falla þær yfir-
leitt að efni frásögunnar. Innskot þessi eru nokkuð mörg og oftast eru
þau rímuð. Ég nefni aðeins fáein dæmi:
‘Slík tíðindi gerir hon þeim kunnig er áðr váru úkunnig. Nú máttu
þeir af þessu gera þat er bókin man í ljós bera.’55
Þessu innskoti er ætlað að vekja eftirvæntingu. Önnur eru almennara
eðlis:
53 Vv. 532-572.
54 Sagan, bls. 426-52.
55 Sagan, bls. 4 1 24-26.