Gripla - 01.01.1984, Page 269
EINAR G. PÉTURSSON
HVENÆR TÝNDIST KVERIÐ
ÚR KONUNGSBÓK EDDUKVÆÐA?
i
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að handritið Gks. 2365, 4to,
Konungsbók Eddukvæða, er óheilt. I það vantar eitt kver og er texti
þeirra kvæða sem þar voru ekki varðveittur. Með hjálp annarra heim-
ilda hefur verið reynt að giska á hvað á kverinu stóð. Nýjustu skrif um
það efni er grein eftir Theodore M. Andersson, og í bók hans í Islan-
dica 43. bindi eru rannsakaðar þýskar og norrænar heimildir um Bryn-
hildi og Sigurð Fáfnisbana.1 í þessum ritum báðum eru miklar tilvísanir.
Tilgangurinn með þessari grein er aftur á móti að reyna að leiða rök
að því, hve gömul eyðan er.
Það sem hefur gert þessa eyðu mjög umhugsunarverða er m. a., að
Sigurdrífumál, seinasta kvæðið framan við hana, er skrifað til enda í
pappírshandritum frá 17. öld og fræðimenn hafa ekki treyst sér til að
álykta, að menn hefðu ort aftan við það kvæði þá, heldur væri þar
komin uppskrift gerð eftir Konungsbók meðan hún var heil. Mest hefur
um þetta fjallað Sophus Bugge.2 í útgáfu sinni af Eddukvæðum gerir
Jón Helgason nokkru nánari grein en Bugge fyrir varðveislu Sigurdrífu-
mála.3 Hvers vegna niðurlag þessa kvæðis en ekki fleira var skrifað
eftir Konungsbók Eddukvæða, skýrir Jón Helgason svo, að ‘man i dette
digt har ment at finde kloge rád og nyttige lærdomme.’4 Sigurdrífumál
eru rúnatal og heilræði, sem valkyrja, nefnd Sigurdrífa í Eddu, en Bryn-
hildur í Völsunga sögu, kennir Sigurði Fáfnisbana. Menn sem töldu
1 Theodore M. Andersson. The lays in the lacuna of Codex Regius. (Speculum
Norroenum. Norse studies in memory of Gabriel Turville-Petre. Odense 1981. 6-
26.) Sami. The legend of Brynhild. Ithaca 1980. (Islandica. 43.)
2 Norrœn fornkvæði. Almindelig kaldet Sæmundar Edda hins fróða. Udgiven
af Sophus Bugge. Christiania 1867. 1 og áfr., 233 og áfr. (Hér eftir = Nor. fornk.)
3 Eddadigte. III. Heltedigte. Udgivet af Jón Helgason. 2. gennemsete udg. 3.
uændrede oplag. Kbh.1962. 87-89. (Nordisk filologi.)
4 Sama rit. 89.