Gripla - 01.01.1984, Side 271
KONUNGSBÓKEDDUKVÆÐA
267
er, að sama gildi um Völsunga sögu. Það er með öðrum orðum ekki
líklegt, að pappírshandrit Völsunga sögu varðveiti texta sem kominn er
af glataðri skinnbók. Nú er rétt að athuga, hvað vitað er um feril og
notkun sögunnar á 16. og 17. öld.
Arngrímur Jónsson lærði nefnir aldrei Völsunga sögu í ritum sínum,
en aftur á móti nefnir hann Ragnars sögu loðbrókar í Rerum Danica-
rum fragmenta, sem hann lauk við 1596. Þar er, eins og Jakob Bene-
diktsson segir, notuð sama textagerð og er í 1824 og gæti verið sama
handritið;3 en vitaskuld hefði það getað verið annað handrit þessarar
gerðar Ragnars sögu, sem nú væri glatað, og þá ekki alveg víst, að
Völsunga saga hefði þar fylgt Ragnars sögu.
Á árunum 1622-1654 átti Ole Worm, prófessor við Kaupmanna-
hafnarháskóla, mikil bréfaskipti við Islendinga. 22. maí 1632 bað hann
Magnús Ólafsson í Laufási um gömul kvæði og er frumsafn Magnúsar
nú í R:702 í Uppsölum (áður Salan 81, 4to).4 Þar er 21. kafli úr Völs-
unga sögu, samkvæmt kaflatölum í útgáfu Magnusar Olsens, til og með
20. vísu í Sigurdrífumálum, en sleppt er svari Sigurðar Fáfnisbana.
Handritið sem Magnús Ólafsson sendi Worm er nú glatað, en eftirrit
sem Stephen Hansen Stephanius (latnesk nafnmynd Stephanus Johan-
nis Stephanius) skrifaði er í R:693, en þar er ekkert úr Völsunga sögu.
Þessi kafli hefur í 702 yfirskriftina: ‘Vr Sogu Sigurdar fofnis bana vm
Rauner.’ Athyglisvert er, að Ole Worm notar ekki þennan kafla í riti
sínu Runir seu Danica literatura antiqvissima, sem fyrst kom út 1636.
Ekki er líklegt, að þessi kafli úr Völsunga sögu hafi staðið í því hand-
riti sem Magnús sendi Worm og bendir vöntun hans í 693 í þá átt. í
bréfum Magnúsar til Worms er heldur aldrei minnst á Sigurdrífumál,
þótt Worm spyrði mikið um rúnir.5 Líklegasta skýringin á þessu er sú,
að Magnús hafi haldið, að hann yrði grunaður um galdra, ef hann
segðist vita mikið um rúnir og hefur Jakob Benediktsson bent á það.6
3 Arngrimi Jonae Opera Latine conscripta. Edidit Jakob Benediktsson. Vol.
IV. Introduction and notes. Kbh. 1957. 43, 100, 105, 262. (Bibliotheca Arnamagn-
æana. XII.)
4 Ole Worm’s correspondence with Icelanders. Edited by Jakob Benediktsson.
Kbh. 1948. 224, 461. (Bibliotheca Arnamagnæana. VII.) (Hér eftir = Bibl. Arn.
VII.) Öll bréf Worms hafa verið gefin út í danskri þýðingu í þremur bindum:
Breve fra og til Ole Worm 1607-1654. Oversat af H. D. Schepelem. Kbh. 1965-
1968.
5 Bibl. Arn. VII. 210-223, 454-460.
6 Sama rit. 455.