Gripla - 01.01.1984, Side 275
KONUNGSBÓK EDDUKVÆÐA
271
og bréfum Brynjólfs til Stephaniusar, en þetta er næstum allt glatað
nema það sem prentað er í Notæ uberiores.4 Þó er til í Add. 11.202 í
British Library bréf Brynjólfs til Stephaniusar dagsett í Vatnsfirði 15.
ágúst 1644. Ekki get ég séð í fljótu bragði að efni úr því bréfi sé notað
í Notæ uberiores.
Árið 1642 lýkur Björn Jónsson á Skarðsá við ritgerð, sem í hand-
ritinu Papp. fol. nr 38 í Stokkhólmi (38: 127r) hefur svohljóðandi titil:
Nockut litit samtak vm Runer Hvaðan þær seu, hvorir þær hafe
mest tiðkat, hvar af sitt nafn hafe, vm margfiolda þeÍRa megn oc
kraft asamt raðningu þeÍRa dimmu Runalioða Brynhilldar Buðla-
ð(ottur) með þvi fleira her at hnygr, braaða fangs uppteiknat til
umbota vitra manna, A SkarðzA i Skagafyrðe Anno 1642 B: J: S:
Handrit þetta er skrifað af Ásgeiri Jónssyni 1692 þegar hann var á
Stangarlandi hjá Þormóði Torfasyni. Ásgeir skrifaði það að beiðni
Guðmundar Ólafssonar, sem þá starfaði fyrir Svía. 38 er aðalhandrit
eins af ritum Jóns lærða, Samantektir um skilning á Eddu. Hér eru
einnig m. a. lagaskýringar eftir Björn á Skarðsá og Völuspárskýringar
hans. Forrit þessara rita — þó ekki lagaskýringanna — var handrit með
hendi séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti, sem skrifað var fyrir
Þormóð Torfason 1662, en brann 1728.5 Varðveisla þessa rits Björns
á Skarðsá, Nokkuð lítið samtak, virðist vera nokkuð flókin, því að
eiginhandarrit Björns og fleiri gömul handrit þess eru glötuð. Handrit
eru mjög mislöng, svo að hægt væri að láta sér detta í hug, að frá hendi
höfundar hefðu komið fleiri en ein gerð.6 Ég hef fundið um hálfan
fjórða tug handrita þessa rits misjafnlega efnismikil, og er ekki víst, að
öll kurl séu komin til grafar.
Efni skýringa Björns á Brynhildarljóðum, þ. e. Nokkuð lítið samtak,
hefur Páll Eggert Ólason rakið nokkuð nákvæmlega eftir handriti sömu
gerðar og er í 38.7 Þar eru notuð Brynhildarljóð úr Völsunga sögu.
4 Jakob Benediktsson. íslenzkar heimildir í Saxo-skýringum Stephaniusar. 110-
111.
5 Arne Magnussons i AM. 435 A-B, 4to indeholdte hándskriftfortegnelser.
Kbh. 1909. 72-73.
6 Munnmælasögur 17. aldar. Bjarni Einarsson bjó til prentunar. Rv. 1955.
lxvii. (fslenzk rit siðari alda. 6.) Einar G. Pétursson. Uppstokkun í uppskrift. 11.
(Jóansbolli færður Jóni Samsonarsyni fimmtugum. Rv. 1981. 10-13.)
7 Páll Eggert Ólason. Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á íslandi. IV. Rv.
1926. 279-284.