Gripla - 01.01.1984, Síða 276
272
GRIPLA
Engar heimildir eru fyrir því, að þetta rit hafi verið samið fyrir bein
eða óbein tilmæli frá Brynjólfi biskupi, en það er í fyllsta samræmi við
aðra starfsemi Brynjólfs á sama tíma, t. d. fyrrnefnda þýðingu Torfa
Jónssonar á Völsunga sögu og þau rit sem hér á eftir verða nefnd.
Einnig hefði Brynjólfur beinlínis getað spurt Björn munnlega eða bréf-
lega um ýmis atriði í þessu riti. Sophus Bugge benti fyrir löngu á, að í
þessum skýringum Björns á Brynhildarljóðum er notaður vondur texti
nokkurra vísna úr Hávamálum.8 Einnig vitnar Björn í lögbókarskýring-
um sínum í 119. erindi Hávamála 8.-10. vísuorð. Þetta rit er talið
samið 16269 og varðveitt í eiginhandarriti, AM. 61 a, 8vo, sem ekki er
ársett. Vísubúturinn er undir orðinu vettögi og er á 27r í eiginhandar-
ritinu. Þessi texti Hávamála er skyldur útgáfunni, sem Resen sá um
1665,10 en þetta mál þarfnast rannsókna í sambandi við útgáfu Háva-
mála, sem yrði gerð eftir athugun allra handrita.
Ekki hefur fræðimönnum þótt nóg, að Björn á Skarðsá semdi ný-
nefnt rit um Brynhildarljóð. Sophus Bugge hafði munnlega eða bréflega
eftir Guðbrandi Vigfússyni11 og seinni tíma fræðimenn hafa haft það
8 Nor. fornk. lxiii.
9 Ólafur Halldórsson. Grænland í miðaldaritum. Rv. 1978. 226-227. Jón Sam-
sonarson. Andmælaræða við doktorsvörn Ólafs Halldórssonar 1. mars 1980. 238-
239. (Gripla. IV. Rv. 1980. 217-246.)
10 Edda Islandorum. Völuspá. Hávamál. P. H. Resen’s editions of 1665. Prin-
ted in facsimile with introduction by Anthony Faulkes. Rv. 1977. 75. (Two ver-
sions of Snorra Edda from the 17th century. Vol. II.) Seint á 17. öld er talað um
Hávamál á skinni. Arne Magnussons private brevveksling. Kbh. 1920. 344. Jón
Samsonarson hefur bent mér á erindið í 61 a.
11 Nor. fornkv. xlv. Þessi klausa Bugges um skýringar Björns á Skarðsá á Bryn-
hildarljóðum, skýringar hans á Völuspá og Að fornu er svohljóðandi:
Dette kan nærmere bestemmes efter cod. Stockh. Isl. 38 fol. Papir: her findes
Citatet af Sol. ikke i „Nokkorar málsgreinir um þat hvaðan bókin Edda hefr
sitt heiti“ S. 239-284, hvilken Afhandling er identisk med Björns Commentar
over Vspá, der efter Vigfússon (hos Maurer Graagaas S. 99a) er forfattet om-
kring 1646; men i en umiddelbart derefter fölgende Afhandling med Over-
skrift „At fornu í þeirri gömlu norrænu kölluðuz rúnir bæði rístíngar og svo
skrífelsi" S. 285-291, der indeholder en Commentar over Runeversene i Sigr-
dríf. De i denne Commentar givne Forklaringer ere aldeles forskjellige fra
dem, som findes i Björns (i Cod. 38 fol. straks efter afskrevne) „Nokkuð lítið
samtak um rúnir" fra 1642, men Formen af den Tekst, hvorover der com-
menteres, er i begge Afhandlinger den samme. At ogsaa den förstnævnte
Commentar over Sigrdr. („At fornu — skrífelsi“) er af Björn, synes at være
klart af en Henvisning til Commentaren over Vspá, som deri findes („svá sem