Gripla - 01.01.1984, Side 277
KONUNGSBÓK EDDUKVÆÐA
273
eftir þeim, að Björn hafi samið aðrar skýringar á Brynhildarljóðum,
sem einnig eru í fyrrnefndu handriti í Stokkhólmi (38: 123r-126r. Bugge
notar gamalt blaðsíðutal, þ. e. s. 285-291). Þetta rit er stutt eða rúmar
6 síður í þessu handriti, en fyrrnefndu skýringarnar á Brynhildarljóðum
eru í sama handriti aftur á móti 38 síður. Ekki hef ég séð, að neinn hafi
notað þetta rit á eftir Guðbrandi. Það virðist hafa ruglað, að Guð-
brandur notaði fyrst handritið Nks. 1886, 4to,12 en þar er þessu stutta
riti stokkað saman við fyrstnefnt rit Björns um Brynhildarljóð og Völu-
spárskýringar hans. Úr þessu hef ég reynt að greiða í fyrrnefndri grein,
Uppstokkun í uppskrift. Að fornu, þ. e. þessar stuttu Brynhildarljóða-
skýringar, átti ekki miklum vinsældum að fagna, því að mér er aðeins
kunnugt um skýringarnar í tveimur öðrum handritum, sem bæði eru af
Austfjörðum. Annað þeirra er Nks. 1867, 4to, skrifað af séra Ólafi
Brynjólfssyni í Kirkjubæ 1760 eða nærri sjötíu árum síðar en 38, en
samt er augljóst, að þetta yngra handrit Ólafs hefur upphaflegri texta
en eldra handritið 38. Eftir 1867 verður farið í væntanlegri útgáfu, og
hér á eftir verður vitnað í blaðsíður í 1867.
Bugge taldi Að fornu vera eftir Björn á Skarðsá, af því að þar væri
vitnað í Völuspárskýringar Björns. Það rit er í sumum handritum ársett
1644, en Bugge fylgdi tímasetningu Maurers 1646.13 Samkvæmt því ætti
Að fornu að vera skrifað eftir 1646, en menn hafa misskilið orð Bugges
og talið Að fornu skrifað 1642.14 Seinni ársetningin er þó miklu líklegri
en sú fyrri og yngri, því að þá fellur Að fornu inn í fræðastarfsemina,
sem virðist hafa farið af stað er Völsunga saga komst í hendur Brynjólfs
biskups 1641. Þessi tilvísun í Að fornu, sem Bugge nefnir, til Völuspár-
skýringa Björns á Skarðsá er mjög óljós og alveg ófullnægjandi sem
sönnun fyrir því, að Björn á Skarðsá hafi samið Að fornu.
Aftan við væntanlega útgáfu frá minni hendi af Samantektum um
skilning á Eddu verður Að fornu gefið út. í innganginum fyrir Að fornu
áðr er sagt eptir völvunni í Snorra Eddu þar sem nefndar eru þrjár valkyrjur,
þar segir: Skáru á skíði etc.“ cod. 38 fol. S. 288); men den er fölgelig senere
end den Commentar over Sigrdríf., som findes i „Nokkuð lítið samtak".
12 Sama rit. 357, xlv.
13 Konrad Maurer. Graagaas. 99. (Allgemeine Encyklopadie der Wissenschaf-
ten und Kiinste ... herausgegeben von J. S. Ersch und J. G. Gruber. Erste Section.
77. Theil. I-eipzig 1864. 1-136.)
14 Njörður P. Njarðvík. Sólarljóð. 11-12. (Gardar. I. Lund 1970. 11-21.)
Sami. Sólarljóð. (Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder. XVI. Rv. 1971.
403-406.)
Gripla VI — 18