Gripla - 01.01.1984, Page 279
KONUNGSBÓK EDDUKVÆÐA
275
úr Tíðfordrífi því til stuðnings, að Jón lærði hafi samið annálin.16 í
skýringum Björns á Skarðsá á Völuspá er miðhluti þessarar vísu svo
(38: 102r): ‘mo i biþi / mipt við mærann’. Hér er texti Konungsbókar
afbakaður og eru frávikin ekki sameiginleg Tíðfordrífi eða Að fornu.
Hér eru sterk rök gegn því að Björn á Skarðsá hafi haldið á penna.
Við um það bil mitt ritið Að fornu (1867: 168) stendur þessi klausa:
‘so seiger i Solarliodum gómlu: Bækur eg sa etc fádar feiknstófumm’.
Þetta er sú tilvísun í Sólarljóð, sem er eins og rammi um klausu Bugges,
sem tilgreint var í 11. neðanmálsgrein. Tilvísunin hefur verið talin elsta
heimildin um kvæðið. I handritinu Marsh 114 (= M) í Bodleian safn-
inu í Oxford er uppskrift Uppsalabókar Snorra Eddu með hendi Jóns
lærða. Um þetta handrit verður vonandi nánar fjallað í inngangi að
útgáfu Samantekta, en víst er, að það er skrifað ekki síðar en 1637 eða
1638. Þar er á 7r í framhaldi af og til skýringar á orðinu ‘fæing stavi’17
eftirfarandi klausa: ‘ef eigi er ad rada feicknstavi. sem i solar hliodum.’
í öðrum handritum Snorra Eddu er notuð orðmyndin jeiknstafir, en
þegar Jón skrifaði M hafa honum verið hugstæðari Sólarljóð en textar
annarra handrita Snorra Eddu. Hér í M og Að fornu er á báðum stöð-
unum tilvitnun í sama Ijóð og er sama orðið, sem orsakar þau hugrenn-
ingatengsl, sem verður að telja, að auki líkurnar á, að sami maður hafi
haldið á penna á báðum stöðum.
Loks verður hér nefnt, að rétt fyrir framan fyrrnefndan vísupart úr
Völuspá stendur (1867: 170): ‘Epter Surtaloga hittast æser á Idavelle,
og minnast þar á meigenndöma og Fimbultys fornar Runer.’ Hér er til-
vísun í 60. erindi 1.-2. og 5.-8. vísuorð úr Völuspá. Hér er sannanlega
notaður texti Völuspár úr Hauksbók, því að í stað hittast þar er finnast
í Konungsbók, og 5.-6. vísuorð er aðeins í Hauksbók. Þessi vísa úr
Völuspá er einnig í Samantektum (38: 85r). Textinn í Samantektum
fylgir einnig Hauksbók. Þessi sameiginlega vísa úr Völuspá í Saman-
tektum og Að fornu með texta úr Hauksbókargerð kvæðisins er traust
ábending um, að sami maður sé höfundur beggja ritanna.
Hér verða ekki tekin fleiri dæmi um sameiginleg efnisatriði í Að
fornu og öðrum ritum Jóns lærða, en vísað í inngang fyrir ritinu í vænt-
16 Ólafur Halldórsson. Grænland í miðaldaritum. 288-289. Ekki breytir sam-
ræminu milli rita Jóns lærða, þótt bent hafi verið á, að í Konungsbók hafi upphaf-
lega staðið íviðjur. Stefán Karlsson. íviðjur. Gripla. III. Rv. 1979. 227-228.
17 Snorre Sturlasons Edda. Uppsala-handskriften DG 11. Sth. 1962-1977. 13.
23-24.