Gripla - 01.01.1984, Síða 280
276
GRIPLA
anlegri útgáfu þess. Dæmin sýna, að sameiginleg efnisatriði í Að fornu
og öðrum ritunr Jóns lærða eru ásamt ytri rökum næg sönnun fyrir
því, að Jón lærði hafi samið Að fornu. Hugmyndin um, að Björn á
Skarðsá væri höfundur Að fornu, er frá Guðbrandi Vigfússyni komin,
en hann hafði að öllum líkindum aldrei tækifæri til að skoða tvö hand-
rit ritsins samtímis.
Þótt beinar tilvísanir séu ekki í Að fornu til annarra rita Jóns lærða,
þá eru í því miklar efnissamsvaranir við Samantektir, sem eru eldri, og
í Tíðfordrífi eru einnig atriði, sem hliðstæðu eiga í Að fornu. Líklegasta
skýringin á því, hvers vegna Jón lærði vitnar ekki til Að fornu í Tíð-
fordrífi er vitanlega sú, að þar er að mestu leyti allt annað efni.
Að fornu er greinilega sarnið að tilmælum einhvers, þótt ekki sé hann
nafngreindur í ritinu. Á einum stað í Að fornu (1867: 168) eru um hríð
engar skýringar skrifaðar á Brynhildarljóðum, en á eftir stendur: ‘Nu er
afttur ad vijkia til fyrra efnes, þar hier stendur i bladenu’. Hér hlýtur
blaðið að eiga við uppskrift af Brynhildarljóðum, sem höfundur hefur
átt að skýra. Loks segir (1867: 169): ‘Sijdarst stendur hier’. Niðurlags-
orðin: ‘Soddann og þvilijk fornyrde, eru mier ofþung, og þarflaust umm
ad huxa, ne ut ad leggia’ benda mjög í þá átt, að höfundur þessa rits
hafi talið sig vanbúinn til að svara því sem fyrir hann var lagt. Svipað
orðalag er einnig í Samantektum (38: 92r), og bendir það ásamt því
sem áður sagði einnig á sama höfund, en þar segir: ‘þvi fornyrði fyRÍ
manna verþa ok þyckia nu ungdominom oc nyungunum sva þung na-
liga, sem oss olærdum Girska oc latina’. Þetta leiðir í ljós sem reyndar
er augljóst, að ritið er samið að beiðni einhvers og styrkir þá skoðun,
að Brynjólfur biskup, eða einhver maður með fræðiáhuga, hafi staðið
þar að baki.
Nú er fullvíst, að Jón lærði var skjólstæðingur Brynjólfs eftir að hann
varð biskup og samdi fyrir hann m. a. Samantektir, Tíðfordríf og ævi-
kvæðið Fjölmóð. Þess vegna er óhugsandi, að Jón lærði hafi sett saman
þetta rit án frumkvæðis frá Brynjólfi, þar sem hann var sannanlega að
láta fást við Brynhildarljóð. Um Björn á Skarðsá vitum við, að annáll
hans kom nýsaminn árið 1640 eða 1641 í hendur Brynjólfi.18 Nefna
má, að Björn á Skarðsá var á Alþingi 1634-47,19 svo að þar hafa þeir
Brynjólfur biskup getað hist, en biskup hélt prestastefnur meðan þing
18 Annálar 1400-1800. I. Rv. 1922-1927. 30.
19 Binar Bjarnason. Lögréttumannatal. Rv. 1952-1955. 71.