Gripla - 01.01.1984, Qupperneq 281
KONUNGSBÓK EDDUKVÆÐA
277
stóð.20 Með öðrum orðum er ljóst, að Björn hefur getað fengið hvatn-
ingu til ritstarfa beint frá Brynjólfi eða fyrir milligöngu Hólamanna.
Niðurstaðan um þessi rit Jóns lærða og Björns á Skarðsá um Bryn-
hildarljóð er, að þau eru samin fyrir Brynjólf biskup fljótlega eftir að
hann fékk Völsunga sögu í hendur 1641. Það er gjörsamlega útilokað,
að tveir menn hafi farið að skrifa skýringar á Brynhildarljóðum án
utanaðkomandi hvatningar, sem hlýtur að hafa komið frá Brynjólfi, þar
sem hann átti þá skinnhandritið af Völsunga sögu og hafði áhuga á
kvæðinu.
Það eru einnig til heimildir frá Brynjólfi sjálfum um, að hann hafi
reynt að fá vitneskju frá öðrum um rúnir, og hafa þeir trúlega svarað
honum skriflega. Á fyrrnefndum stað í Saxaskýringum Stephaniusar
stendur og haft eftir Brynjólfi, að við rúnir sé torvelt að fást, því að
varla nokkur lifandi maður þekki þær nú. Það sem hann hafi safnað
saman um þær hafi hann ýmist fengið úr fornum ritum eða með fyrir-
spurnum til manna.21 Árið 1648 byrja bréfaskipti milli Worms og
Brynjólfs og sendir Worm fyrsta bréfið að beiðni annars manns, Otto
Krag.22 Worm var þá að hyggja að annarri útgáfu á riti sínu Danica
literatura, sem fyrr var nefnt, og kom út aftur 1651. Af þeim sökum
leitaði Worm eftir vitneskju um rúnir hjá Brynjólfi, og í bréfi 24. júlí
1649 segir Brynjólfur, að varla sé nokkur á íslandi, sem sé snjall í
rúnum: Arngrímur lærði sé dáinn, Jón lærði eldist á útkjálka ónýtur
sjálfum sér og öðrum og Björn á Skarðsá sé orðinn blindur.23 Þegar
litið er á fyrrnefnd ummæli úr Saxaskýringunum um það hvernig Brynj-
ólfur fór að því að fá vitneskju um rúnir, þá er réttmætt að líta svo á,
að í bréfinu til Worms sé hann að telja upp a. m. k. suma af þeim
mönnum, sem hann hafði reynt að fá frá visku um rúnir. Niðurstaðan
er þá sú, að þessi ummæli Brynjólfs í Saxaskýringunum og í bréfinu til
Worms sýna, svo að vart verður um villst, að Jón lærði og Björn á
Skarðsá hafa samið þessar Brynhildarljóðaskýringar fyrir Brynjólf
biskup. Ekki er kunnugt um, að Arngrímur lærði hafi fengist við skýr-
20 Páll Eggert Ólason. Seytjánda öld. Höfuðþættir. Rv. 1942. 128.
21 Stephani Johannis Stephanii Notæ uberores. Sor0 1645. (Ljóspr. Kbh. 1978.)
46 (124). Þessi klausa er svo á latínu: ‘Quæ omnia qualia fuerint, vix nunc quis-
quam mortalium, ac ne vix quidem, novit. Ego tamen, hæc tantum, quæ conjicio,
partim ex antiquitatis monumentis, partim ex diligenti ex nostris hominibus in-
quisitione collegi.’
22 Bibl. Arn. VII. 105.
23 Sama rit. 118, 413-414.