Gripla - 01.01.1984, Síða 282
278
GRIPLA
ingar á Brynhildarljóðum, þótt ummæli Sveins Jónssonar, sem brátt
verða tilfærð, gætu bent í þá átt.
Sveinn Jónsson var í Kaupmannahöfn 1634-1637 og var þá Worm
til aðstoðar. Á árunum 1637-1649 var hann á Hólum, seinast sem
dómkirkjuprestur. Eins og fyrr gat, spurði hann Worm í bréfi 21. ágúst
1642, hvort einhver íslendingur hefði látið hann hafa Brynhildarljóð
gömlu. Worm svaraði og sagðist aldrei hafa séð þau eða heyrt af þeim.
í bréfi 31. ágúst 1643 segist Sveinn ætla að senda honum Brynhildar-
Ijóð með skýringum, ef Arngrímur lærði eða Brynjólfur biskup hafi
ekki sent honum þau á yfirstandandi ári. Ekki er kunnugt, að Sveinn
hafi nokkru sinni sent Worm Brynhildarljóð,24 og ekki eru kunnar
skýringar Sveins á kvæðinu, enda er ekki ljóst af bréfinu, hvort þar er
talað um skýringar eftir Svein sjálfan eða einhvern annan. Eitthvað
fékkst Sveinn þó við Völsunga sögu, því að í AM. 4, fol. er brot úr
þýðingu hans á henni, sem virðist vera uppkast. Ekki er vitað, hvenær
þessi þýðing var gerð eða í hvaða tilgangi, en ljóst er af framan sögðu,
að 1642 og 1643 var Sveinn að segja Worm frá Brynhildarljóðum, svo
að trúlegt er, að þýðingin sé frá þeim tíma. Bréfabók Sveins hefur trú-
lega brunnið 1728, því að 1725 var hún send Árna Magnússyni til
eignar en er nú glötuð.25 Þar hefðu getað verið svör við ýmsu, sem
óvissa er um núna.
Hér hefur verið reynt að gera yfirlit um þau skrif um Völsunga
sögu og Brynhildarljóð, sem samin voru fyrir Brynjólf biskup, en þau
eru þýðing Torfa Jónssonar á sögunni, skýringar á Brynhildarljóðum
eftir Björn á Skarðsá og Jón lærða og loks má vera, að Sveinn Jónsson
hafi fengist við þýðingu sína á sögunni fyrir tilstilli Brynjólfs. Ummæli
hans og Sveins Jónssonar mætti skilja svo, að Arngrímur hafi líka ná-
lægt Brynhildarljóðum komið. Alls ekki er víst, að þessi upptalning sé
tæmandi, og eru einkum fyrir því tvær ástæður.
í fyrsta lagi virðist ýmislegt hafa glatast af þessu tagi. Því til sönn-
unar má eins og fyrr sagði minna á, að nú er týnt handritið sem Árni
Magnússon átti með hendi Jóns Erlendssonar í Villingaholti og á voru
m. a. títtnefndar skýringar Björns á Skarðsá og Jóns lærða á Bryn-
hildarljóðum. Ekkert handrit með Brynhildarljóðaskýringum Jóns
lærða er í Árnasafni. Eftir Konungsbók voru snemma skrifaðar ‘Sæ-
2* Sama rit. 252, 479.
25 Arne Magnussons private brevveksling. 234.