Gripla - 01.01.1984, Side 283
KONUNGSBÓKEDDUKVÆÐA
279
mundar Eddur geysimargar’, sem Árni átti, en eru nú glataðar.26 Einnig
má minna á, að í bréfi sínu til Orms Daðasonar 2. júní 1729 telur Árni
upp meðal þess, sem brann til ösku: ‘Allt þad eg hafde colligerad de
historia literaria Islandiæ, vitis doctiorum Islandiæ, de episcopis Is-
landiæ, præcipué veteribus, um hirdstióra, lögmenn, poétas, og annað
þvilikt otelianlegt’.27 Með Eddunum eða þessum drögum Árna til bók-
menntasögu hafa þessar kvæðaskýringar trúlega legið. Af þessu er ljóst,
að Sæmundar-Eddur og skýringar á henni hafa mjög lent í eldinum
1728 og þar hefðu getað farið rit, sem við höfum nú enga hugmynd
um. Má þar minna á ummæli Sveins og Brynjólfs biskups um Arngrím
lærða.
í öðru lagi má gera ráð fyrir, að ekki sé víst, að tekist hafi að leita
af sér allan grun í handritasöfnum. Þess vegna geta þar enn leynst
handrit, sem í eru rit, sem samin hafi verið af þessu tilefni, og verður
nú getið um tvær vísbendingar í þá átt, að tveir menn til viðbótar hafi
fengist við skýringar á skáldskap og e. t. v. samið skýringar á Bryn-
hildarljóðum. Páll Vídalín segir svo í rithöfundatali sínu, Recensus, um
séra Þorstein Björnsson á Útskálum: ‘J Skalhollte las eg commentarium
vid Sæmundaredd(u), Jfer Brinhildarliod, sem nochrum sinnum citerar
þennann Þorstein sem forfarinn galdramann, þa Bok atti Gisle Magn-
usson.’28 Þessa klausu Páls verður að skilja svo sem hann hafi lesið bók
í eigu Gísla Magnússonar (Vísa-Gísla), sem vitnaði nokkrum sinnum til
séra Þorsteins Björnssonar á Útskálum. Engar slíkar Brynhildarljóða-
skýringar eru mér kunnar. Þó ber að athuga handritin Thott 1491, 4to
og Nks. 1878 a, 4to, en þar eru Brynhildarljóðaskýringar Björns á
Skarðsá í annarri og að nokkru fyllri gerð en í flestum öðrum handrit-
um þeirra. Bæði þessi handrit eru frá 18. öld seint fremur en snemma,
og bíður athugun á viðbótunum útgáfu á skýringunum. í Brynhildar-
ljóðaskýringum Björns á Skarðsá í handritinu Papp. fol. nr 38 er á
133v þessi klausa í framhaldi af því er talað er um þrídeilur: ‘. . . finnaz
her oc atian deilr, hveriar allar þessar deilr skyllt þyckir at kunna þeim
er skalld vilia heita, oc nockort lof af sinne bragsnilld fa, þvi þessar
margnefndu merkingar, þena bezt til þess at binda dulit nofn manna.’
26 [Kr. Kálund.] Katalog over den Arnamagnæanske hándskriftsamling. II.
Kbh. 1894. xiv.
27 Arne Magnussons private brevveksling. 98-99.
28 Páll Vídalín. Recensus poetarum et scriptorum Islandorum hujus et superi-
oris seculi. Jón Samsonarson bjó til prentunar. Rv. 145.