Gripla - 01.01.1984, Qupperneq 284
280
GRIPLA
í beinu framhaldi af þessu er í 1878 a og 1491 samhljóða klausa, sem
er á 299v í 1878 og er hér prentuð eftir því handriti: ‘s(eiger) S. Þ. B. S.
Nockrar þessháttar deylur vil eg hier innsetia, sem Mier hafa af Meni-
um þess Mentaskálds Jons s. Jonssonar á Helgavatne i hendur borest.’
Hér á eftir er fjagra síðna viðbót. Efni hennar er útskýringar á rúna-
heitum, sem hefjast svo: ‘Ár. Gumaglede, gott sumar . . .’
Margt af þessu tæi er í Rúnareiðslu Jóns Ólafssonar Grunnvíkings
þriðja parti, en það rit samdi hann 1732-33.29 Jón segist m. a. nota
100 ára gamalt handrit sem heimild. Höfunda ‘meinar’ hann vera
Magnús Ólafsson í Laufási eða Svein Jónsson á Barði og Björn Jónsson
á Skarðsá, en það rit Björns er ekki skýringar hans á Brynhildarljóð-
um.30 Hugsanlega er eitt af þessu sameiginleg heimild auknu Bryn-
hildarljóðaskýringanna og Rúnareiðslu Jóns Grunnvíkings, en ekki var
gerð leit að henni.
Skammstöfunin S. Þ. B. S. gæti verið séra Þorsteinn Björnsson á
Útskálum, sá sami og Páll Vídalín nefnir í Recensus. Ekki geta þó
auknu Brynhildarljóðaskýringarnar verið annað handrit af því riti sem
Páll sá, því að ekki er Þorsteinn nefndur nema einu sinni — ef svo á að
lesa úr skammstöfuninni — og vart verður ráðið af samhenginu, að S.
Þ. B. S. sé ‘forfarinn galdramaður’.
Niðurstaðan af þessu er þá sú, að í Recensus er talað um rit eftir séra
Þorstein Björnsson á Útskálum, sem Brynhildarljóðaskýrendur töldu
rétt að vitna til. Tilvist þess styrkist nokkuð við skammstöfunina í
auknu Brynhildarljóðaskýringunum. Einnig er þar getið, að Jón s.
Jónsson á Helgavatni hafi tekið saman skýringar á rúnaheitum. Skamm-
stöfunin s. merkir sálugi, en það er ekki tekið fram um S. Þ. B. S., sem
gæti bent til þess, að ritið hafi verið aukið meðan Þorsteinn var enn
lífs, en hann dó 1675. Annars staðar er ekki kunnugt, að Jón hafi samið
rit af þessu tæi.31
Það er ekki víst, að þessi rit Þorsteins og Jóns hafi verið skýringar á
Brynhildarljóðum í Völsunga sögu, heldur hefðu þau getað verið skýr-
29 Jón Helgason. Jón Ólafsson frá Grunnavík. Kbh. 1926. 53-71.
30 AM. 413, fol. 130, 135, 139, 141, 146. f þessu riti vitnar Jón Grunnvíkingur
nokkrum sinnum til Brynhildarljóðaskýringa Björns á Skarðsá, m. a. 17, 125-127,
en aldrei til skýringa Jóns lærða, enda ekki víst, að Jón Grunnvíkingur hafi haft
þær.
31 Páll Eggert Ólason. Menn og menntir. IV. 663. Jón Samsonarson. Fjanda-
fæla Gísla Jónssonar lærða í Melrakkadal. 42-43. (Gripla. III. Rv. 1979. 40-70.)