Gripla - 01.01.1984, Page 285
KONUNGSBÓK EDDUKVÆÐA
281
ingar á rúnaheitum. Hafi svo verið er samt vel líklegt, að þau hafi verið
samin fyrir bein eða óbein áhrif frá starfseminni, sem fram fór fyrir
tilstilli Brynjólfs biskups til skýringar á Brynhildarljóðum, því að þar
er eins og fyrr gat rúnatal.
Hér hafa verið sýnd dæmi um, hvernig Brynjólfur stóð fyrir eins
konar fræðamiðstöð, en örugglega er hægt að rekja fleiri dæmi um þá
fræðastarfsemi en þegar hefur verið gert og trúlegt að sums staðar sé
fennt í allar slóðir. Þorlákur Skúlason biskup á Hólum hafði fyrir komu
Brynjólfs biskups á Skálholtsstól byrjað að safna fornum ritum með því
að láta skrifa upp handrit. Hann virðist ekki hafa hugsað um að safna
handritum eins og Brynjólfur gerði. Gott yfirlit um fræðastarfsemi
þessara biskupa og fleiri á svipuðum tíma er í grein eftir Peter Spring-
borg.32 Hér að framan voru nefnd dæmi um samband milli þessara
fræðamiðstöðva á Hólum og í Skálholti eftir að Brynjólfur varð biskup.
Fleiri dæmi má nefna, en hér verður nefnt, að handrit af riti Björns á
Skarðsá um Dimm fornyrði lögbókar átti Brynjólfur biskup.33 Loks
ætla ég að geta um eitt atriði, sem ekki hefur komið fram áður. Þegar
Brynjólfur biskup hafði fengið Samantektir um skilning á Eddu frá
Jóni lærða, þá hljóta þær að hafa farið norður, því að frá Birni á
Skarðsá er komin önnur styttri gerð þeirra. Þetta eru aðeins dæmi um
samband milli þessara fræðamiðstöðva, sem sýna, að leiðirnar lágu í
báðar áttir, þ. e. frá Hólum að Skálholti og frá Skálholti að Hólum.
Fleiri dæmi eiga eflaust eftir að koma í ljós, þegar fræðastarfsemi á 17.
öld hefur verið betur rannsökuð en nú er.
IV
Hér hefur mikill slóði verið dreginn og reynt að sýna fram á, að árið
1641 setji Brynjólfur ýmsa menn til athugana á Völsunga sögu og
Brynhildarljóðum. Eitt er þó ótalið, sem menn vildu ekki hvað síst vita
meira um, en það er pappírsuppskriftirnar af Sigurdrífumálum, sem
varðveita texta kvæðisins heilan til loka. Eins og getið var hér í upphafi
greinar er grundvallarrannsókn á því efni í Eddukvæðaútgáfu Sophusar
Bugges, en Jón Helgason gerir nánari grein en Bugge fyrir sambandi
32 Peter Springborg. Antiqvæ historiæ iepores. — Om renæssancen i den is-
landske hándskriftproduktion i 1600-tallet. (Gardar. VIII. Lund 1977. 53-89.)
33 lón Samsonarson. Andmælaræða við doktorsvörn Olafs Halldórssonar.
238-239.