Gripla - 01.01.1984, Page 286
282
GRIPLA
þessara handrita í Eddadigte III og setur upp ættarskrá þeirra. Jón at-
hugaði samband fjögra pappírshandrita Sigurdrífumála frá seinni hluta
17. aldar og taldi vera tvo sannanlega milliliði milli skinnbókarinnar og
varðveittra handrita. Hvorugur reyndi að gera tæmandi handritaleit. A
þessari greinargerð Jóns Helgasonar sést, að hann telur eitt handrit,
AM. 161, 8vo, hafa texta, sem standi næst uppskriftinni, sem var gerð
beint eftir skinnbókinni. Þar, þ. e. í 161, er byrjað á 5. erindi samkvæmt
Konungsbók, en eftir 3. vísuorð í 13. erindi er farið beint í 4. vísuorð
í 21. erindi og þaðan haldið áfram til loka Sigurdrífumála. Þar á eftir
eru fáein erindi úr Guðrúnarkviðu, en Völsunga saga notar ekkert úr
henni, og er allt þetta efni skrifað eftir Konungsbók að því menn vita
best. Loks lýkur þessu með 13.-17. erindi úr Brynhildarljóðum eftir
Völsunga sögu með yfirskriftinni: ‘Þetta vantar í Brynhildarlióð.’ Það
er með öðrum orðum ljóst, að sá sem skrifaði Sigurdrífumál beint eftir
Konungsbók Eddukvæða hafði einnig uppskrift af Brynhildarljóðum úr
Völsunga sögu og e. t. v. fleira úr henni.
Þess vegna skulum við líta á, hvort þeir leshættir, sem eru einkenn-
andi fyrir pappírsuppskriftirnar á Sigurdrífumálum séu einnig í upp-
skrift Magnúsar í Laufási í R:702 sem fyrr var nefnd. Enginn lesháttur,
sem einkennir pappírshandritin, er einnig í 702, en það bendir svo aftur
á móti til, að þessar uppskriftir á Sigurdrífumálum séu ekki gerðar í
sama sinn og handrit Magnúsar. Einnig er rétt að spyrja, eru elstu
pappírshandrit Völsunga sögu með aukinn texta af Sigurdrífumálum úr
Konungsbók Eddukvæða; er hugsanlegt að þessi uppskrift af Sigur-
drífumálum hafi verið gerð til að lengja texta þeirra í Völsunga sögu?
Eg hef skoðað elstu pappírshandrit sögunnar, og er textinn þar lítt
breyttur frá skinnbókinni. Eina breytingin, sem sameiginleg er flestum
pappírshandritum, er í 1. vísunni í Völsunga sögu, þar sem í skinnbók-
inni stendur: ‘brynþinga valdr,’ en er í elstu pappírshandritum: ‘bryn-
þings apaldr’, eins og í Konungsbók Eddukvæða. Þetta sýnir ekki
annað en áhrif frá Eddukvæðum á uppskriftir Völsunga sögu, sem
bendir til, að uppskriftir á henni allri hafi ekki hafist fyrr en eftir að
Eddukvæðahandritið kom í leitirnar. Það er mjög eðlilegt, þegar vitað
er, að Brynjólfur biskup átti bæði handritin. Innskot í ungum handrit-
um Völsunga sögu úr Sigurdrífumálum í Konungsbók sýna aðeins, að
menn hafa þekkt hvorttveggja.
Aftan við uppskriftir Sigurdrífumála og það sem þeim fylgir er í
þremur handritum af þeim fjórum, sem Jón Helgason athugaði, styttri