Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 288
284
GRIPLA
mundar Eddu og hana nefnt svo, áður en Brynjólfur fékk hana.3 Hvers
vegna kenndi Torfi Eddu við Sæmund fróða? Er hugsanlegt, að þessi
hugmynd sé komin beint eða óbeint frá Jóni lærða? samanber það sem
segir hér á eftir um elstu heimildir sem kenna Eddukvæði við Sæmund
fróða. Torfi flutti 1634 frá Svignaskarði í Engey og bjó á Suðurnesjum
til dauðadags 1665.4 Líklegt er, að Torfi hafi séð Konungsbók, þegar
Magnús hafði hana. Björn á Skarðsá hefði getað haft bein eða óbein
not af bókinni, hvort sem hún var í Skagafirði eða á Suðurnesjum.
Annars eru nú engin frambærileg rök til að tengja Konungsbók við
Björn á Skarðsá sjálfan.
Nú verður reynt að gera grein fyrir aldri hugmyndanna um aðra
Eddu eldri en Snorra Eddu og setta saman af Sæmundi fróða. Fyrst er
talað um Sæmundar Eddu í Grænlandsannálum, sem Ólafur Halldórs-
son telur sett saman 1623 af Jóni lærða, en þar stendur: ‘Snorri setti
heiti og nöfn flestra hluta og jók við þá Eddu sem Sæmundur prestur
hinn fróði hafði áður samsett.’5 Útgefandi telur líklegt, að ‘öll varðveitt
handrit’ Grænlandsannála séu ‘runnin frá endurskoðaðri gerð Björns á
Skarðsá.’6 Víða í fyrrnefndum lögbókarskýringum og einu sinni í smá-
grein ‘Þýðing byggðarnafna vorra’ (AM. 216 c, 4to) segir Björn í til-
vitnunum sínum til Snorra Eddu, að höfundar hennar séu Sæmundur
fróði og Snorri lögmaður.7 Þarna eru hjá Birni áhrif frá Grænlands-
annálum. í 1. kafla Brynhildarljóðaskýringa Björns er margt sagt frá
Sæmundi fróða og ritum hans, en ekki er þar sagt, að hann hafi samið
neina Eddu. Skýringin gæti verið sú, að Björn hafi talið, að í ritum
sínum hefði áður komið fram, að Sæmundur fróði hefði upphaflega
skrifað Eddu. Magnús Ólafsson í Laufási nefnir ekki neina aðra Eddu
í íslensku gerð sinni af Snorra Eddu sem samin var 1609. í latneskri
þýðingu af Eddugerð sinni, sem Magnús gerði veturinn 1628-1629,
talar hann um aðra Eddu eldri og sé Snorra Edda aðeins útdráttur úr
henni.8 Arngrímur Jónsson lærði nefnir ekki í ritum sínum, Crymogæa,
sem út kom 1609 og Specimen Islandiæ 1643, neina aðra Eddu en
3 Jonna Louis-Jensen og Stefán Karlsson. En marginal. 80-82.
4 Einar Bjarnason. Lögréttumannatal. 515.
5 Ólafur Halldórsson. Grænland í miðaldaritum. 35-36, 282.
6 Sama rit. 291.
7 Sama rit. 226.
8 Edda Magnúsar Ólafssonar (Laufás Edda). Edited by Anthony Faulkes. 17-
18, 420, 456.