Gripla - 01.01.1984, Side 289
KONUNGSBÓK EDDUKVÆÐA
285
Snorra Eddu, sem hann telur Snorra Sturluson höfund að.9 Aftur á móti
segir Arngrímur í bréfi til Worms frá 1637, er hann tekur upp kafla úr
Snorra Eddu, að höfundur sé Sæmundur fróði. Worm varð undrandi og
sagði í næsta bréfi í maí 1638, að í Crymogæa stæði, að Snorri Sturluson
væri höfundur Eddu. í tilvísun sinni í Specimen til formála Worms að
Heimskringluþýðingunni 1633 rengir Arngrímur ekki að Snorri hafi
samið Eddu. Arngrímur hafði einnig sent Worm prenthandrit að Speci-
men 1637.10 Fyrirspurn Worms um höfund Eddu svaraði Arngrímur
II. ágúst 1638 með því að taka upp í bréfið og þýða kaflann úr Græn-
landsannálum, sem vísað var til hér að framan.11 Arngrímur hefur talið
þessa viðbót Jóns lærða góða heimild um höfund Eddu, og virðist frá
Jóni kornin hugmynd Magnúsar í Laufási um Eddu sem sé eldri en
Snorra Edda. Árið 1639 kemur Brynjólfur Sveinsson til íslands vígður
til biskups og hófst þá bókmenntastarfsemi hans, og árið 1641 lýkur
Jón lærði við Samantektir um skilning á Eddu, sem voru samdar að
tilmælum Brynjólfs. í Samantektum segir (38: 76r-v):
þo tok til samans, nockut litit, or þeim fornu æsabokum at skrifa
sa Scribent SnoRÍ Sturluson i reykiahollti logmaðr Suþrlandz oc
syþra biskups dæmis a dogum Guðmundar biskups Arasonar fimta
Holabiskups, þar af fengu sumir meira enn sumir minna. Þvi eru
sva misjafnar Eddr viða. Enn Sæmundar Edda hins froða, þyckir
monnum fyllz oc froðuz vera, hann var oc fyRÍ.
Þessi klausa bendir til, að klausan í Grænlandsannálum sé ekki við-
bót Björns á Skarðsá.12 Úr þessum stað í Samantektum virðist, að hluta
til að minnsta kosti, vera komin hugmynd Brynjólfs biskups, sem fram
kom í bréfi hans til Stephaniusar og birtist í Saxaskýringunum, en þar
telur Brynjólfur, meðal glataðra rita, Eddu Sæmundar fróða, sem varla
1000. partur sé varðveittur úr, þ. e. útdrátturinn í Eddu Snorra Sturlu-
sonar. Fleiri glötuð rit nefnir Brynjólfur, en ekki verður séð, að vitn-
eskju um þau hafi hann úr Samantektum.13 Eins og kunnugt er, taldi
9 Arngrimi Jonae Opera Latine conscripta. Edidit Jakob Benediktsson. II. Kbh.
1951. 73. III. Kbh. 1952. 316. (Bibl. Arn. X-XI.)
10 Arngrimi Jonae Opera Latine conscripta. Edidit Jakob Benediktsson. Vol.
IV. Introduction and notes. 420.
11 Bibl. Arn. VII. 41, 49, 54, 382, 386, 388-390.
12 Ólafur Halldórsson. Grænland í miðaldaritum. 290.
13 Jakob Benediktsson. Islenzkar heimildir í Saxo-skýringum Stephaniusar.
III. Stephani Johannis Stephanii Notæ uberiores. 15 (villa fyrir 17) (95). Þessi