Gripla - 01.01.1984, Síða 290
286
GRIPLA
Brynjólfur sig hafa fengið Eddu Sæmundar, er hann fékk Konungsbók
1643.
Af þessu sem hér var rakið er Ijóst, að ekki verður bent á eldri
heimildir um þá hugmynd, að Sæmundur hafi sett saman Eddu, en í
Grænlandsannálum Jóns lærða frá 1623, og eftir honum virðast fara
Arngrímur lærði, Magnús Olafsson í Laufási og Brynjólfur biskup.
Virðist því sem nafnið Sæmundar Edda eigi sér rætur að rekja til Jóns
lærða, en hvaðan hann hefur fengið þá hugmynd er svo önnur saga.
Nú segir í tilvitnaðri klausu í Samantektum ekkert um, að Sæmundar
Edda sé glötuð, og í Samantektum (38: 77r) er einnig nefnd gamla
Edda, en þar er tilvísun í Völuspártexta Hauksbókar. Einnig er í Að
fornu þessi klausa (1867: 168): ‘þá hefe eg sied i einumm litlumm Eddu
bælke (balke 38: 124r) forgómlumm, sem laungu ádur undann geck
Snorraeddu, þar vill Vólvann Rista láta á Gugnis skijdu, og á Grana-
briöste’. í Sigurdrífumálum í Konungsbók 17. erindi 5. vísuorði og í
Sigurdrífumálum í Völsunga sögu er notað orðið oddi í stað skíðu í Að
fornu, sem hefur þótt benda til þess, að hér hafi e. t. v. verið notað
annað handrit Eddukvæða en Konungsbók, en það er þó óvíst.14 Þetta
atriði ásarnt fleirum verður vonandi rætt betur í inngangi að Saman-
tektum og Að fornu. Þótt veikt sé, er ekki hægt að útiloka til fulls, að
Jón lærði hafi séð eitthvert annað handrit með Eddukvæðum en Kon-
ungsbók. Það hefur þá hlotið að vera fyrir 1623.
Hér er víða sagt, að nánari rannsókn leiði e. t. v. margt betur í ljós
en nú er vitað. Samt held ég, að sú megintilgáta þessarar greinar hljóti
að standast, að erfitt sé að ímynda sér annað en beint samband sé milli
uppskriftanna af niðurlagi Sigurdrífumála og þeirri starfsemi kringum
Völsunga sögu, sem Brynjólfur hóf 1641. Niðurstaðan er því sú, að
miklar líkur eru til, að kverið úr Konungsbók hafi ekki glatast úr henni
fyrr en einu eða tveimur árum áður en Brynjólfur fékk hana í hendur.
Verður að telja þá niðurstöðu fremur dapurlega. Þó er hægt að hugga
sig við það, að e. t. v. hefur Brynjólfur bjargað Konungsbók frá algjörri
glötun, sem óneitanlega virðist hafa legið nærri. Brynjólfur var til allrar
klausa hljóðar svo: ‘ingentes thesauri totius humanæ sapientiæ conscriptæ á Sæ-
mundo Sapiente? & in primis nobilissima illa Edda, cujus vix millesimam partem
reliquam, nunc præter nomen habemus? atque id ipsum quod habemus omninö
fuisset deperditum, nisi Snorronis Sturlonij Epitome umbram potius & vestigia,
quám verum corpus Eddæ illius antiquæ reliqua fecisset.’
14 Nor. fornk. lxiii.