Gripla - 01.01.1984, Page 296
SAMTÍNINGUR
EILÍTIÐ AMBUR UM EMBURHÖFÐA
í grein minni um vísu Þorgils sögu og Hafliða, ‘Ambhpfði kom norð-
an’ (Gripla V, 257-264) sást mér yfir skýringartilgátu Hermanns Páls-
sonar. Hann hyggur að höfðarnir þrír merki ‘einhvers konar skrímsli’
um leið og nöfnin vísi til sögupersónanna þriggja (sbr. Úr hugarheimi
Hrafnkels sögu og Grettlu, Studia Islandica 39, 114, nmgr.). Þetta er að
vísu hugsanlegt en á móti mælir að fyrri liður nafnanna Hjarthgfði og
Orknhgfði vísar til dýra sem allflestum áheyrendum sögunnar voru
kunn, enda þótt orkn, útselur, hafi naumast verið algengt.
Eins og Einar G. Pétursson bendir réttilega á og styður með tilvísun-
um í frumheimildir, er Emburhöfði ugglaust það nafn sem oftast hefur
verið notað um þá eyju, ‘sem stundum var byggð fyrr á öldum og liggur
við Röstina í mynni Hvammsfjarðar’ (Gripla V, 323-325). Athugun
Einars breytir ekki túlkun minni, en mér þykir ólíklegt að Björn Hall-
dórsson hafi diktað upp örnefnið Amburhöfði. Hann var giftur breið-
firskri konu, Rannveigu Ólafsdóttur úr Svefneyjum og þessar viðbætur
við orðabókina sendi hann mági sínum, Jóni Ólafssyni. Hann hefði þess
vegna getað þekkt þennan höfða eða eyju, a. m. k. af afspurn, og vitað
nafn hans rétt, enda hefur Einar strax séð af lýsingu klerksins við hvaða
stað var átt. I grein minni hef ég fyrirvara á þeirri skýringu Björns Hall-
dórssonar að orðið ambur merki ‘drun eður brak’. Þar sem sú merking
kemur ekki fram annars staðar, er líklegt að Björn Halldórsson hafi
reynt að skýra örnefnið Amburhöfða sem náttúrunafn og má vera að
hann sé fyrsti boðberi náttúrunafnakenningarinnar á íslandi. Einar
drepur á þá skýringu að tvímyndin Ambur/Embur hafi getað tíðkast
og er hún líklegust af þeim sökum sem nú skal greina: 1) Ritari sá er
skrifað hefur upp þann hlut handritsins Lbs. 108 4to sem hefur að
geyma máldagann frá ‘1493’ er ókunnur. Einar tekur fram að þessi
heimild um örnefnið Amburhöfði sé óháð orðabókarglefsu Björns
Halldórssonar. Það rýrir ekki gildi þessarar heimildar þó að breiðfirsk
nöfn í sama handriti, en rituð með eldri hendi, séu afbökuð. 2) í orða-