Gripla - 01.01.1984, Side 297
SAMTÍNINGUR
293
bók Björns Halldórssonar koma fyrir so. og no. embra, kveina, kvein-
stafir (‘qveri, qverela’) og lo. embrulegur. Ekki er nein viðbót við þessi
orð í skrá þeirri sem Jón Helgason birti. Sigfús Blöndal tekur so. og no.
upp í orðabók sína og merkir Birni Halldórssyni. Þessi heimild væri
ekki mikils virði, ef orðið kæmi hvergi annars staðar fyrir. í viðbótum
aftan við orðabók Blöndals er orðið tekið upp eftir rangæskri heimild
og talið merkja ‘ístöðulítinn kvenmann sem kvíðir fyrir öllu’. Milli
þessarar merkingar og þýðingar Björns Halldórssonar er augljóst sam-
band.
Orðabók Háskólans hefur um orðið eitt dæmi úr safni Jóns Ólafs-
sonar frá Grunnavík. Undir so. að bera stendur: ‘embra, f. vocula ple-
beia, in vocula embrulœti de vagitu seu ejulatu puerorum, paulatim
intermesso et mox repetito’ (kvk. múgamál, [kemur fyrir] í orðinu
embrulœti, um kvein eða væl drengstaula, sem er með litlum hléum og
brátt hafið að nýju). Jón nefnir auk þess orðið embur og vísar þá til
embrulœti og þýðir aftur vagitus puerorum (‘embur n. gen. Joh. Magn.
Grammat. cap. 5 embra et embru lœti, vagitus puerorum’). Ljóst er að
þessi orð hljóta að vera skyld Embur- í nafni höfðans, því orði sem
Einar telur algengast þar um slóðir og sökum merkingar að öllum lík-
indum rótskyld so. að emja, ympra og no. ymur og þá einnig so. amra,
ambra og no. ambur. Sá skyldleiki skýrir hvers vegna koma upp tví-
myndirnar Ambur- Emburhöfði. — Því miður lýsir Einar G. Pétursson
ekki landslagi á þeim slóðum sem Embur/Amburhöfði stendur á, enda
tæpast í hans verkahring. Ég hef aldrei séð þessa eyju eða höfða, en þar
sem hann er við mynni Hvammsfjarðar og liggur við Röstina, þykir mér
ekki ósennilegt að við höfðann hafi á stundum emjað alda við klett eða
mávagjör látið í sér heyra og hafi hann dregið nafn sitt af þeirri eyrna-
FÉLAG EKKI VEISLA
í inngangi mínum að Helgastaðabók, ‘Um íslenskar Nikulás sögur’,
er þess getið að Nikulás gildi hafi ekki þekkst hér á landi á miðöldum
(bls. 23). í 37. nmgr. á sömu bls. er vísað til bókar Arna Björnssonar,
Saga daganna (Reykjavík 1980), 90. bls. og höfundinum borið á brýn
að hann hafi farið rangt með, þegar hann minntist á Nikulás gildi í
Odda. Árni mun hafa átt við veislu (sbr. enska þýðingu ofangreindrar