Gripla - 01.01.1984, Blaðsíða 298
294
GRIPLA
bókar 73. bls.: ‘Nicholas dinners’) en ekki félag og hafa þá hvorir-
tveggja, Árni og Sverrir, rétt fyrir sér, en skýrara mætti mál þeirra vera.
S.T.
SÖGUSAGNIR ALMÚGANS OG ÞJÓÐSÖGUR
Eins og kunnugt er, ber hið mikla safn munnmælasagna, sem kennt
hefur verið með réttu við Jón Árnason, heitið íslenzkar þjóðsögur og
ævintýri. Þegar þess er gætt, að þjóðsaga táknar einfaldlega sögu, sem
lifir eða hefur lifað á vörum þjóðarinnar, er ekki undarlegt, þótt Jón
Hnefill Aðalsteinsson telji titilinn óeðlilegan og villandi.1 Minna má
einnig á, að Konrad Maurer kallaði safn íslenskra sagna og ævintýra,
sem hann safnaði til sumarið 1858 og út kom árið 1860, Islandische
Volkssagen der Gegenwart og Guðbrandur Vigfússon þýddi Volkssage
með orðinu þjóðsaga.2
Nú var málum svo háttað, að Jón Árnason lagði ekki einn síðustu
hönd á útgáfu íslenzkra þjóðsagna og ævintýra, heldur véltu þar um með
honum Guðbrandur Vigfússon og Konrad Maurer. Samstarf þeirra fé-
laga var svo náið, að vafist hefur fyrir mönnum að komast að því með
fullri vissu, hver ákveðið hafi endanlegt heiti þjóðsagnasafnsins.3 Fróð-
legra væri að reyna að gera sér nokkra grein fyrir því, hvers vegna ekki
var látið nægja heitið Islenzkar þjóðsögur. Til glöggvunar á því væri rétt
að rekja eftir föngum orðaval íslenskra menntamanna um munnmæla-
sögur allt frá því að skipuleg söfnun þeirra hófst hérlendis á vegum
fornleifanefndarinnar í Kaupmannahöfn (Commissionen for Oldsagers
Opbevaring) árið 1817 og þangað til að fyrra bindi íslenzkra þjóðsagna
og ævintýra kom út árið 1862.
Finnur Magnússon prófessor samdi spurningaskrána4 fyrir fornleifa-
nefndina í Kaupmannahöfn og var honum nokkur vandi á höndum,
þegar kom að því að spyrja um munnmælasögur um fornleifar. Hann
tók þá það ráð að kalla þær ‘sögusagnir meðal almúgans’. Af auðskild-
um ástæðum ætlaðist hann til, að safnað væri sögnurn eingöngu, eins og
1 Jón Hnefill Aðalsteinsson: Þjóðsaga og sögn í Skírni 1981, 150-151.
2 íslenzkar þjóðsögur og œvintýri. Safnað hefur Jón Árnason (Reykjavík 1954),
II, xxxvi.
3 Skírnir 1981, 148.
4 Lovsamling for Island VII, 659-661.