Gripla - 01.01.1984, Side 299
SAMTÍNINGUR 295
Hið íslenzka bókmenntafélag vildi tuttugu og tveimur árum seinna,
þegar það tók til við að viða að sér efni í íslandslýsingu.
Árið 1846 sendi svo Hið konunglega norræna fornfræðafélag mörgum
íslendingum boðsbréf um fornritaskýrslur og fornsögur. Var það ætlun
félagsins að safna einnig munnmælasögum og stendur svo í boðsbréf-
inu: ‘ALÞÝÐLEG FORNFRÆÐI: Þriðji flokkurinn er mjög yfirgrips-
mikill og margbrotinn, en einkum teljum vér þar allar fornsögur um
staði og menn, sem ganga alþýðu á meðal, og lýsa aldarháttunum, hvort
þær eru tengdar við einn ákveðinn stað eður eigi; svo eru t. a. m. sögur
um nafnfræga íslenzka menn á fyrri og síðari öldum (helga menn —;
fjölkunnuga menn: Sæmund fróða, síra Eirek í Vogsósum o. fl.), álfa-
sögur, draugasögur, útilegumannasögur, hinar svonefndu kerlingasögur,
æfintýri og sérhvað þess konar, t. a. m. um goð, tröll, jötna, grýlu, jóla-
sveina, dísir, álfa eða huldufólk, nykra, sænaut, landvætti eða land-
drauga, sjódrauga, illfiska, sjóskrímsli, vatnaskrímsli, útisetur (á kross-
götum); um fé í jörðu, vafurloga, búrdrífu, óskastund og þvíumlíkt.’5
Ekki er auðvelt að átta sig á því til fullnustu, hvað orðasambandið ‘hinar
svonefndu kerlingasögur’ merkir í þessari upptalningu, en vegna þess að
í henni er að langmestu leyti farið eftir efni er ekki fráleitt að líta þarna
á kerlingasögur sem sérstakan flokk þjóðsagna. Þetta mat er samt mjög
undir því komið, hvort orðin ‘hinar svokölluðu kerlingasögur’ og ‘æfin-
týri’ eiga saman en varla mun svo vera, enda virðist höfundur boðsbréfs-
ins gæta þess að setja eða á milli samheita. Reyndar er kerlingasaga og
ævintýri samheiti í margfrægum ritdómi Jóns Sigurðssonar um þjóð-
sagnasafn Maurers,6 en merking síðara orðsins hefur ugglaust getað
breyst frá því að boðsbréfið kom út. Verið getur líka, að í boðsbréfinu
frá 1846 sé ævintýri notað í aldagamalli merkingu orðsins og tákni þar
‘atburð, einkum sé hann eitthvað sérstakur, “ævintýralegur”, eða frá-
sögn af slíkum atburði.’7 Hafi þá höfundur þess verið að minna menn á,
að þeir gætu sent ýmsar þjóðtrúarblandnar ‘ævintýralegar’ frásagnir af
atburðum, sem komið hefðu fyrir þá sjálfa eða samtíðarmenn þeirra auk
arfsagnanna.
Ekki má heldur gleyma því, að orðaval íslenskra áhugamanna um
þjóðsagnasöfnun virðist hafa verið á nokkru reiki um þessar mundir;
t. d. stendur í bréfi Magnúss Grímssonar til Finns Magnússonar dagsettu
5 Antiquarisk Tidsskrift, 1843-1845. Tredie Hefte. Kj0benhavn 1846, v-vi.
6 Ný félagsrit XX (1860), 193.
7 Einar Ól. Sveinsson: Um íslenzkar þjóðsögur (Reykjavík 1940), 213.