Gripla - 01.01.1984, Page 300
296
GRIPLA
23. febrúar 1846: ‘Eg hefi því tekið fyrir mig að safna og rita sögur þær,
er ganga hér manna í milli, og sem annaðhvort sýna alþýðutrúna á
íslandi eða eru að öðru leyti í einhverju markverðar, líkt og sagan sem
eg reit yður í bréf mitt í haust eð var. Hefi eg hér stöðugt tillit til forn-
aldarinnar. Eg þykist vera sannfærður um, að slíkar smásögur (Tradi-
tioner) kunni að geyma margt það í sér sem vert er að vita . . .’8 Þá skal
einnig á það minnt, að Magnús Grímsson og Jón Árnason kölluðu þjóð-
sagna- og þjóðkvæðasafnið, sem þeir gáfu út árið 1852, Islenzk æfintýri.
Árið 1858 biður Jón Árnason landa sína að senda sér ‘fornsögur alls
konar um staði og menn’9, sbr. orðalag boðsbréfs Hins konunglega forn-
fræðafélags. En ári síðar er hann sannanlega farinn að nota orðið þjóð-
saga um munnmælasögur eins og Jón Hnefill Aðalsteinsson hefur bent
á10 og þá algerlega skýringalaust. í endurbættri útgáfu hugvekju sinnar,
sem prentuð var 1861, hefur Jón Árnason bætt ævintýrum við og skýrir
hugtakið á líkan hátt og Jón Sigurðsson í fyrrnefndum ritdómi.11 Greindi
Jón Árnason þar fullkomlega að sögn og ævintýri. Auðvitað var honum
Ijóst, að bæði sagnir og ævintýri gengu í munnmælum og því kallar hann
Kinder- und Hausmárchen þeirra Grimmsbræðra þýskar þjóðsögur.12 Af
þesum sökum er undarlegt, að hann skuli um eitt skeið hafa ætlað að
kalla þjóðsagnasafn sitt íslenzkar munnmælasögur og ævintýri. Hitt er
skiljanlegra, að Jón greini að bóksögur og alþýðusögur í formála sínum
að íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum.13
Jón Hnefill Aðalsteinsson hefur bent á, að Guðbrandur Vigfússon
hafi talið ævintýrin eina ‘undirgrein þjóðsögunnar’,14 en þá er torskiljan-
legt hvers vegna hann notar orðasambandið ‘þjóðsögur og ævintýri’ tví-
vegis í formála sínum að þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar,15 en þýðir
Volkssage með orðinu þjóðsaga18 — í titlinum Islándische Volkssagen
der Gegenwart — þótt hann vissi fullvel, að í þjóðsagnasafni Maurers
8 Rigsarkivet, K0benhavn. Privatarkiver. Finn Magnussen, spóla nr. 5.
9 Sbr. Islenzkar þjóðsögur og œvintýri II, xxxv.
10 Skírnir 1981, 148.
11 íslendingur 1861 nr. 12, 91-93.
12 íslenzkar þjóðsögur og œvintýri I, xx.
13 Islenzkar þjóðsögur og œvintýri I, xvii.
14 Skírnir 1981, 149.
15 íslenzkar þjóðsögur og œvintýri II, xxviii og xxxii. Rétt er að vekja athygli á
því, að George Stephens og Gunnar Olof Hyltén-Cavallius gáfu út ævintýrasafnið
Svenska folksagor och áfventyr 1844-1849.
18 íslenzkar þjóðsögur og œvintýri II, xxxvi.