Gripla - 01.01.1984, Page 301
SAMTÍNINGUR
297
væru bæði sagnir og ævintýri. Varla hefur hin tvíræða merking orðsins
Volk í Volkssage getað villt um fyrir mönnum enda víkja alþýðusaga/
þjóðsaga einkanlega að varðveislu þeirra.17 Hins vegar gæti verið
ómaksins vert að huga að því nánar, hvort í heitinu Islenzkar þjóðsögur
og ævintýri leynist sú skoðun, að ævintýrin geti varla talist eiginlegar
þjóðsögur, þó að illt sé að finna henni ákveðinn stað. Á hitt er svo að
líta, að í sjálfu orðinu þjóðsaga — eins og það er notað í ritum þeirra
samherjanna þriggja — kemur fram sú skoðun, að munnmælasögurnar
séu sameign þjóðarinnar allrar en ekki ‘sögusagnir almúgans’ eingöngu.
17 Ný félagsrit XX (1860), 190 og 194. H.O.E.
TEXTASPJÖLL í PRESTSSÖGU
OG DRAUGMERKING ORÐS
I orðabók sinni (1863) hefur Eiríkur Jónsson so. ‘kreppa’ í sérstakri
merkingu, ‘knibe’, og sem dæmi um þá merkingu tilfærir Eiríkur eitt
orðasamband, “kreppti at sjóða til jóla det kneb med at faae noget til
at koge til Julen.” Ekki er tilgreint hvaðan þessi orð eru, en þau eru úr
Sturlunga sögu (1817-20) og eru prentuð eins í öllum síðari útgáfum
þeirrar sögu. Samt sem áður verður ekki séð að þessi einstæða merking
sagnarinnar eða orð Sturlungu hafi komist í yngri orðabækur, enda er
bættur skaðinn. Þýðing Eiríks á þessu tilfærða orðasambandi orkar líka
tvímælis, en ekki er ástæða til að elta ólar við það.
Fræðilega útgáfu Sturlunga sögu gerði Kr. Kálund úr garði (1906-
11), og áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp til skýringar útgáfu-
aðferð hans: Kálund prentar aðaltexta eftir Króksfjarðarbók, AM 122
a fol. (I), en bætir stundum inn í hann með smærra letri eftir Reykjar-
fjarðarbók, AM 122 b fol. (II) eða uppskriftum (IIp) runnum frá glat-
aðri uppskrift sem Björn Jónsson á Skarðsá gerði eftir Reykjarfjarðar-
bók um 1635, en þá var Sturlungutexti hennar heill. Úr þeim handritum
birtir Kálund auk þess lesbrigði við texta I. Þau Ilp-handrit sem hafa
sjálfstætt gildi fyrir þann texta sem hér er til umræðu eru Papp. 4to
nr. 8 í Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi (H) og Add. 11.127 í British
Library (*Br), en þar eð Kálund hafði aðeins takmarkaðan aðgang að
síðarnefnda handritinu vísar hann oftast í stað þess til Sturlunguútgáfu
Guðbrands Vigfússonar (1878) (Bx), sem einkum er reist á *Br. Enn