Gripla - 01.01.1984, Qupperneq 302
298
GRIPLA
fremur birtir Kálund lesbrigði úr MS. 21.3.17 í Advocates’ Library í
Edinborg, Sturlungugerð séra Eyjólfs Jónssonar á Völlum (V), sem í
er blendingstexti skyldastur IIp, og úr AM 204 fol. (204), en í því
handriti er Guðmundar saga sem Kálund taldi vera runna frá áður-
nefndri uppskrift Björns á Skarðsá eftir II (sbr. Sturl. 1906-11, bls.
lxvii). Loks tíundar Kálund víða lesbrigði úr Guðmundar sögu A í AM
399 4to (og AM 394 4to) (R) og stöku sinnum úr Guðmundar sögu B
í AM 657 c 4to (657), þar sem þessar sögur hafa texta sameiginlegan
Sturlungu. Leshættir Kálunds úr R og 657 eru þó sjaldnast sóttir í hand-
ritin sjálf, heldur í útgáfu Guðmundar sögu í Biskupa sögum I (1858),
þar sem texti R er prentaður ásamt litlu úrvali lesbrigða úr 657.
Þau orð Sturlungu, sem hér eru til umræðu, eru úr prestssögu Guð-
mundar góða þar sem sagt er frá vist Guðmundar biskupsefnis á Hólum
veturinn 1201-02. Þórarinn bryti kemur til Guðmundar geisladagsaftan
(13. janúar) og segir m. a. við hann — samkvæmt texta Kálunds (I, bls.
262);
Ec hefi slican cost ætlat til iola-vistar, sem her hefir lengi vant verit,
ok hvern vetr fyrr krepti at sjóða til jóla; enn hann hefir enðz vikv
lengr, oc hefir þo alldri mann-fleira verit vm iolin enn nv.
Kálund tilgreinir eftirfarandi lesbrigði við þennan texta:
cost] 0rkost IIp, 204; mat R. vistar] + mpnnum IIp, 204; + í
vetr R. vant] Þannig IIp, 204, R; -f- I. ok—jóla] Þannig samkv.
IIp, 204 (krapti H; krepti Bx; krafti *Br?; krefti V; þurfti 204); en
hvern vetr hefir erzt um jól þat er soþit hefir verit R. hann] nú
IIp, 204, R. þo] -f- Bx, V. mann-fleira] fjplmennara IIp, 204;
slíkt fjolmenni R.
Nú er þess að geta, að 204 er ekki, eins og Kálund taldi, runnið frá
þeirri glötuðu uppskrift Reykjarfjarðarbókar, sem IIp eiga rætur til að
rekja (sbr. J. Simpson og I. R. Hare í Opuscula I (BA XX, 1960), bls.
190-200, og Þorleif Hauksson í Árna sögu biskups (1972), bls. xxix),
heldur mun 204 vera ritað beint eftir Reykjarfjarðarbók (og á stöku
stað eftir Sturlunguágripi Björns á Skarðsá, AM 439 4to). Fyrir bragðið
er 204 mikilvægari heimild um texta II en Kálund hugði: Sameiginlegur
lesháttur í 204 og einu eða fleiri Ilp-handritum er að öllum jafnaði ör-
ugglega kominn úr II, og þegar 204 og IIp greinir á er trúlegast að í II
hafi verið sá leshátturinn sem fær stuðning af I eða sjálfstæðum Guð-
mundar sögum.